miðvikudagur, desember 20, 2006

Það á að...

...gefa börnum brauð að bíta í á jólunum. Kertaljós og klæðin rauð svo komist þau úr bólunum.

Jólaumferðin er alveg ótrúlega skemmtileg, finnst ykkur það ekki? Ji minn eini, segi ég nú bara. Enginn vill hleypa neinum og fólk malar í símann eins og það fái borgað fyrir það. Svona er hinn eini sanni jólaandi. Maður vill helst bara halda sig innan dyra, en það er bara ekki hægt þegar maður þarf að mæta til vinnu og á eftir að kaupa tvær jólagjafir.

Mig langar að nota tækifærið og minna fólk á að skrifa eitthvað fallegt í commentin, veit fyrir víst að nokkrir fjölskyldumeðlimir (þið vitið hverjir þið eruð) voru búnir að lesa bloggið mitt í gær en skrifuðu ekki neitt. Just do it! Ef ég leyfi mér nú að nota slagorð Nike ;)

Ég fór í meðgöngusund í gær sem er kannski ekki frásögu færandi, nema það að ég lagði extra snemma af stað því ég átti von á svo mikilli umferð. En svo var bara engin umferð og allir greinilega í Kringlunni, Smáralindinni og niðrí bæ. Ég beið þá bara smá tíma út í bíl svo ég þyrfti ekki að húka í sturtu endalaust. Við vorum síðan bara tvær í tímanum, voða notalegt. Greinilegt að margar hafa verið fastar í jólageðveikinni, eða bara hreinlega orðnar of þreyttar í jólaösinni til að mæta. Næsti og þarnæsti tími verða í Reykjavík, á Hrafnistu, frábært að þurfa ekki að keyra alla leið upp á Reykjalund svona rétt fyrir jólin og á milli jóla og nýárs.

Jæja blaður blaður blaður og um ekki neitt.
Adju

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessi jólaumferð er nú ekkert grín!!

Ég er reyndar alveg laus við þetta, því ég ferðast bara um á sporvagninum eða tveimur jafnfljótum (",)

Hins vegar man ég hvernig þetta er í Reyjavík á þessum tíma árs. Fólk er í fullri vinnu, þarf svo að kaupa allar gjafir á síðustu stundu, kaupa í matinn, þrífa, sinna börnum og öllu mögulegu - svo það er nú kannski ekki nema von að fólk verði aðeins klikkað á þessum tíma....

Jólaknús!!
- Kristrún

Nafnlaus sagði...

úff já, ég er sko bara búin að halda mig heima! Nenni ekki að vera með í þessu jólastressi. Keypti 3 jólagjafir í byrjun des og 2 í dag. Svo ætla ég að kaupa 2 á Ak. og systur mínar sjá um afganginn:)