þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Jæja jæja

Þá er kominn tími á nýtt blogg.

Svakaleg bökunarhelgi á enda og útlandahelgi framundan. Það er alltaf nóg að gera!! Ákvað að drífa í smákökubakstrinum og vera búin að því áður en við færum út til Köben. Það heppnaðist svona vel og ég er bara búin að baka allt. Fjórar tegundir, hafrakexið og skinkuhorn. Var reyndar líka alveg búin á því á sunnudagskvöld, en fékk fótanudd hjá Bigga ofurnuddara.

Þessi vika fer bara í rólegheit, undirbúining fyrir Danmerkurferðina. Förum á föstudagsmorgun og komum aftur sunnudagskvöld. Við ætlum að reyna að fjárfesta í vagni þarna úti. Búin að finna búð í Valby sem selur vagninn sem mig langar að kaupa. Á bara eftir að fá svar frá þeim hvort þeir eigi vagninn á lager. Vona að þeir svari mér áður en við förum út. Annars er bara að gera sér ferð í búðina og tékka á þessu.

Já vikan átti að fara í bara rólegheit en ég var svo aktív eftir vinnu í gær að ég skellti mér í Blómaval. Keypti smá dóterí til að gera aðventukrans og er búin að útbúa kransinn og hann stendur tilbúinn á borðstofuborðinu og bíður eftir fyrsta í aðventu. Svo erum við búin að setja eina ljósastjörnu í stofugluggann og ég (eða Biggi reyndar) er búin að setja litlar sætar jólakúlur í eldhúsgluggan. Svo jólin eru svona að skríða hérna inn hægt og bítandi. Ákvað að geyma það að kveikja á jólalyktarkertinu mínu þar til við komum heim frá Köben því þá verður líka kominn desember og þá má vera meira jóló.

Jæja nóg af mér í bili, ætla að koma mér í rúmið núna

Jórunn jólahjól

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Uhuhuhu mig langar í heimsókn til þín lilla systir mín.

Nafnlaus sagði...

Þú ert alveg frábær :-)
Kíki í heimsókn eftir prófin og skoða jólin ykkar :-)
Góða ferð til köben, öll þrjú og farðu nú vel með þig

Jórunn S. Gröndal sagði...

Uhuhuhu mig langar líka í heimsókn til þín stóra systir. Alveg fáránlegt að vera fara til Danmerkur og kíkja ekki á systir sína. En þetta er svo hrikalega stuttur tíma að maður rétt nær að anda inn og út og svo er maður farin heim aftur.

Jóhanna mín, þú og þínir eru hjartanlega velkomin í aðventusmákökur hvenær sem er :)

Nafnlaus sagði...

Nohh, bara dugleg:)