fimmtudagur, júní 01, 2006

Fr. Yo-yo

Þetta er sko búinn að vera erilsamur dagur. Fjúff...þurfti bæði að kalla út smið og rafvirkja í dag og það er nú meira stuðið í því. Af hverju geta iðnaðarmenn ekki látið sjá sig á umsömdum tíma? Annar var alltof seinn en hinn of snemma. Það leið bara hálftími á milli þeirra, svo ég þurfti að keyra fram og til baka, og fram og til baka. Væri ekki dæmigert ef viðgerðarmaðurinn frá Vífilfell myndi hringja núna og ætla að gera við gossjálfsalann? Alla vega þá var brotin upp hurð á þessari herbergjaleigu sem ég sé um upp á Höfða, svo það þurfti að fá handyman til að laga það. Hann kom úr Keflavík og ætlaði aldrei að drulla sér á svæðið, kom bara 2 tímum eftir að hann átti að koma...en hann var nú svo indæll maðurinn að ég erfi það nú ekki. Í morgun var hringt í mig og sagt að þurrkarinn þarna uppfrá væri bilaður, svo ég hringdi í viðgerðarþjónustuna til að fá einhvern að líta á þetta, hann kom hálftíma fyrr en hann hafði ætlað sér, en hann var eldsnöggur að gera við svo honum er fyrirgefið. Og að lokum er eitthvað að gossjálfsalanum en ég fékk engin loforð um að hann yrði lagaður í dag, vona samt að hann komist í gang á morgun svo að við getum fengið smá pening upp í allar þessar viðgerðir ;)

Ég þurfti líka að skreppa í morgun, en það var nú ekki vegna vinnunar. Svo það er sko með sanni hægt að segja að ég sé Fr. Yo-yo. Dagurinn er alla vega fljótur að líða þegar maður er svona á þönum en það getur nú líka verið askoti pirrandi að þurfa að hendast út þegar maður er ný sestur niður og ætlar að grípa aðeins í vinnuna, en svona er að vera landlord. Sigrún, framkv.stj. Hanza-hópsins, var nú að tala um að þetta gengi nú ekki lengur og við þyrftum að selja þetta eins fljótt og auðið er. Ég vona það, því það þyrfti bara einhver sem er handlaginn að sjá um þetta og það er ég ekki. Verður að vera einhver sem getur bara stokkið til þegar þarf á því að halda, ég þarf alltaf að hringja út smið og það er vesen ef hann á heima í Keflavík, og ræstingarfólk....en anywho þá er þetta bara svona og svolítið ævintýri bara og ágæt reynsla alveg hreint. Það er bara svo týpískt eitthvað að allt gerist í einu...en er ekki sagt "allt er þegar þrennt er"?

Annars er ekkert að frétta...nákvæmlega ekkert!!

Og með þeim orðum...ble

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jihhh greinilega nóg að gera hjá þér elskan mín, en það er bara gott, þá líður tíminn svon hratt :) En það er auðvitað þreytandi til lengdar.
Nú áttu bráðum afmæliiiiiii.......segðu mér nú hvað er efst á óskalistanum...langar að gefa þér eitthvað fallegt :)

Knúúúús,
Strúna

Nafnlaus sagði...

Veiiiii til hamingju með afmælið í daaaaag :D