föstudagur, mars 24, 2006

Lúxus pía

Í gær var óvissuferð í vinnunni. Flottasta óvissuferð sem ég hef nokkurn tíma farið í. Hanza-Hópurinn var s.s. að bjóða starfsfólki Húsakaupa í ferð. Við byrjuðum á að mæta hingað í vinnuna kl. 18 í betri fötunum. Það var skálað í kampavíni og svo var tilkynnt að samkomulag hefði náðst um að Hanza-Hópurinn myndi kaupa fasteignasöluna. Smá svona ræðuhöld og myndataka af öllum hópnum. Það vantaði bara tvíburana, Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Svo var haldið út í leigubíla og við keyrð á Hótel Sögu þar sem beið okkar 5 rétta málsverður. Nammi namm...geggjað gott allt saman, nema ég var ekkert rosalega hrifin af Sandkverfunni (fiskur) af því að það var roðið á og erfitt að ná því af. Ég var svo komin heim um kl. 23.30 og var þá svo södd að ég ætlaði ekki að geta sofnað. Svo breyttist seddan í magaverk...þannig að ég svaf ekkert alltof vel í nótt og núna er ég mjög sybbin og væri alveg til í að vera heima í rúminu mínu. Já svo þurfti ég að sjálfsögðu að vakna ekstra snemma í morgun þar sem ég átti að sjá um morgunkaffið...geisp!!!

Engin ummæli: