föstudagur, júní 12, 2009

ó elsku New York

Hvað gerði ég á fyrsta degi mínum í stóra eplinu? Keypti garn að sjálfsögðu. Fann litla búð á Avenue A sem heitir Downtown Yarn. Keypti þar dýrindis Noro Silk Garden (í peysuna Noro hittir Lopa úr Prjóniprjón), Lamb's Pride (rosa mjúkt ullar og móhair garn) og handlitað madelinetosh (merino ull, superwash). Held þetta hafi nú ekkert verið neitt mikið ódýrar heldur en á Íslandi en gaman að kaupa garns sem maður hefur ekki séð heima. Reyndar er Noro að sjálfsögðu til heima en ég keypti það bara hér fyrst ég sá það í krúttlegu búðinni.

Ég fékk Prjóniprjón og odda í prjónasettið mitt frá strákunum mínum. Elska þessa bók og á eflaust eftir að prjóna margt úr henni eða styðjast við úr henni.

1 ummæli:

eddagunn sagði...

Ooooo hvað ég væri til að vera með í NY núna!! :)
Skemmtu þér æðislega!