föstudagur, júlí 27, 2007

Hvurslags eiginlega...

...ástand er orðið á götum borgarinnar og vegum landsins?!?!?!? Ég verð nú bara að minnast aðeins á þetta mótorhjólafólk. Veðráttan hefur verið þannig að undanförnu að fólk þeysist út með hjólin sín. Í kjölfar þess erum við smælingjarnir á bílunum í stórhættu!! Mín skoðun er sú að best væri bara hreinlega að banna öll mótorhjól og farga þeim öllum sem einu. Já ég hef mjög sterka skoðun á þessu og stend við hana. Það er bara of mikið af lélegum ökumönnum á mótorhjólum í umferðinni sem gera ekki annað en að skapa hættu hér og þar. Svo eru þeir alveg brjálaðir út í ökumenn bifreiða fyrir að svína á sig. Nú hættið þá bara að pota ykkur alls staðar þar sem ekki er pláss fyrir ykkur! Ég frétti það að einhver hjólasamtök eða klúbbur hafi sett á heimasíðu sína að þeir ætli að fara að taka málin í sínar hendur og hvöttu alla hjólamenn til að skrifa niður númer þeirra bíla sem svína á þá. Svo ætluðu þeir s.s. að finna bílana og lúskra á ökumönnum þeirra. Kommon!! Í fyrsta lagi er alls ekki óalgengt að fleiri en einn ökumaður sé að hverjum bíl og í öðru lagi getur alltaf komið upp sú staða að þú hreinlega sérð ekki mótorhjólið sem er gjörsamlega í hliðinni á bílnum þínum eitthvað að þvælast.

Við lentum nú bara í því fyrir tveimur vikum síðan að við vorum á leið úr sumarbústað. Hrafn var sofandi enda hafði hann verið alveg úrvinda og við fegin að hann gat sofnað í bílnum svo hann gæti sofið alla leið heim. Ekki vorum við búin að keyra nema einn þriðja af leiðinni í bæinn þegar við erum að mæta húsbíl, allt í lagi með það. En svo einn tveir og bingó og það var bara gaur á mótorhjóli að stefna beint framan á húddið hjá okkur. Biggi neglir að sjálfsögðu niður og mótorhjólið rétt náði að beygja framhjá. Ég er að segja ykkur það að ég sá manninn bara í fullri stærð fyrir framan mig. Við þetta vaknaði auðvita Hrafn og svaf ekki meira á leiðinni. Hann var ekki par sáttur litli kúturinn. Hefðum við s.s. haft rétt á að elta kauða uppi og lúskra ærlega á honum með hafnaboltakylfu?? Alla vega samkvæmt þessum mótorhjólasamtökum. En í alvöru, hver tekur fram úr bíl án þess að gá hvort mótumferð sé???? HÁLFVITI!! Já ég varð sko verulega reið, enda sá ég fyrir mér harðan árekstur og að við hefðum á samviskunni að mótorhjólamaður hafi framið sjálfsmorð á fjölskyldubílnum okkar. Og hvað þá ef litli kúturinn minn hefði slasast.

Af hverju er ég að skrifa um þetta núna, hálfum mánuði síðar? Jú það er vegna þess að rétt áðan var ég að keyra hér í sakleysi mínu. Ég veit ekki fyrr en ég sé bara mótorhjólamann á leiðinni inn um afturrúðuna hjá mér. Svo tekur hann fram úr mér og það var n.b. bíll við hliðina á mér. Gaurinn bara tróð sér á 90 km hraða. Svo fer hann fram fyrir röð af bílum sem biðu á ljósum og fram fyrir stöðvunarlínuna. Ég hélt nú að markmið línunnar væri til að sýna að fólk ætti að stoppa fyrir aftan hana. Ég veit að það er örugglega til góðir ökumenn mótorhjóla en ég hef bara mjög sjaldan séð þá í umferðinni. Mér hefur sýnst þetta vera upp til hópa frekar glannlegt fólk sem frekjast fram fyrir aðra og leggur líf og limi óbreyttra borgara í hættu.

Hvernig væri nú að bera virðingu fyrir samborgurum sínum og fara eftir umferðareglum, líta í kringum sig og stilla hraðann í hóf?!?

2 ummæli:

Unknown sagði...

úff hvað ég er sammála þér!!!! Mér finnst mótórhjólafólk BRJÁLÆÐINGAR...og ég meina það.

Knús!

Nafnlaus sagði...

Eins og talað út úr mínu hjarta, næst skaltu reyna að ná niður nr. á hjólinu og láta lögguna vita-strax !!!!!