miðvikudagur, maí 24, 2006

Ekki mjög víðförul

Ég hef heimsótt 13 lönd, eða 5% af heimnum :) Reyndar hef ég ekki verið í öllum Bandaríkjunum þannig að það er kannski ekki að marka þetta 100%



create your own visited countries map
or vertaling Duits Nederlands

Ég hef heimsótt 3 fylki í Bandaríkjunum og það er 5% af USA. Þetta eru bæ thö vei: California, Nevada og New York



create your own visited states map
or check out these Google Hacks.

Annars fór ég og hitti Hönnu Báru vinkonu mína á Café Paris í gær eftir vinnu. Fengum okkur að borða og smá kaffidreitil. Röltum svo í skítakuldanum upp í Skífu og kíktum svona á hvað var í boði. Ég fann mér 2 diska í 2 fyrir 2000 rekkanum. Keypti mér U2 - How To Dismantle An Atomic Bomb og Best of disk með AHA. Það er mjög langt síðan ég keypti mér geisladiska síðast. Þetta er yfirleitt Bigga deild, og ég hlusta bara á það sem hann kaupir sér. En mig vantaði einhverja góða diska til að hlusta á í bílnum.

Svo er bara frí á morgun, Uppstigningardagur, það þýðir líka að hún Íris mín er að koma. Jibbí, hlakka svo til að sjá litlu fjölskylduna.

adju

2 ummæli:

Jórunn S. Gröndal sagði...

Demit!!! Hvað er málið með að þetta rústaði síðunni minn???? Nenni ekki að laga þetta núna, reyni kannski að setja Bigga minn í það. Crapiddí crap!!!

Nafnlaus sagði...

ohhh....ég hef bara komið til tólf landa :(