föstudagur, maí 12, 2006

Clean the garden day

Jæja ladys and germs, þá er bara komin helgi eina ferðina enn. Þessi vika var bæði fljót og lengi að líða. Fyrri hlutinn var lengi að líða en svo kom bara fimmtudagur og svo var bara strax kominn föstudagur. Ef ég þekki það rétt þá verður kominn mánudagur bara strax á morgun. Uss þessar helgar eru alltof fljótar að líða og týpískt að það verði síðan bara rigning og skítakuldi, er það ekki alltaf svoleiðis. Maður situr inni alla sólardagana fastur við skrifborðið og kemur svo frá sumrinu næpuhvítur.

Ég fæ nú að vera úti eftir vinnu, það er garðhreinsun í Hlíðarhjalla 57-61 og svo grill á eftir. Ég veit ekki ennþá hvort maður þarf að koma með sitt eigið kjet, vona ekki því ég á ekkert á grillið nema frosnar kjúklingabringur og ekki gengur nú að reyna að grilla það.

Við Biggi ætluðum að byrja vikuna á DDV-kúrnum, eða svona styðja okkur við hann. En við erum hreinlega of löt til að borða hollt. Reyndar erum við búin að vera frekar dugleg að elda þessa vikuna en ekkert sérstaklega hollt samt. Í gær var ég með kjúklingarétt, en sósan var reyndar rjómakjúklingasúpa frá Campell's. Í fyrradag vorum við með kjötbollur í brúnnisósu og kartöflumús með (kannski ekkert svo óhollt ef Biggi hefði ekki endilega vilja hafa beikon í þeim, hef aldrei fengið beikonkjötbollur áður, en hann er alveg viss um að þannig séu ekta frikadellur, veit ekki hvaðan hann hefur þær upplýsingar!!!) Vá langur svigi. Á miðvikudaginn vorum við með grjónagraut og brauð, alls ekki skv. DDV!! Og einhvern daginn fórum við á Hamborgarabúlluna, sem er reyndar orðinn uppáhaldsstaðurinn okkar núna og hefur verið í þó nokkurn tíma reyndar. Ég fæ mér reyndar alltaf bara barnaborgara og það er ekki svona feit majónessósa á honum, bara tómatsósa en franskarnar eru náttúrulega bara fita í gegn. Reyndar er þetta svona passlega mikið af frönskum...ekki heilt fjall eins og á American Style. En franskar eru alltaf franskar!!! Ummmm....franskar...hihi.

Nú styttist í að Óli og Mikael koma heim í smá frí, svo kemur Íris tæpri viku seinna og verður bara í einhverjar 2 vikur...búhú...ekki nærri nógu langur tími!!! En þau ætla að flytja heim í byrjun næsta árs, Írisi finnst 7 ár vera orðið alveg nógu langur tími og ég er hjartanlega sammála. Svo eru Unnur og Danni víst eitthvað að spá í að flytja heim þegar Unnur er búin með skólann og hún á bara eitt ár eftir. Þá verður kannski bara Kristrún mín eini útlendingurinn minn. Ég hlakka nú til þegar ég fer að heimsækja hana, held að Ungverjaland sé nú svolítið mikið öðruvísi en önnur lönd sem ég hef heimsótt, ef ég tel Marrokko ekki með. En það verður ekki alveg strax...kannski bara á þriðja árinu hennar.

Jæja ég er að spá í að fara að koma mér út í þetta blíðskapar veður.

Adju

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dúddamía...bara allir að flytja heim...það er gaman :)

Þið eruð sko aaaalltaf velkomin í heimsókn til mín í Ungverjaland...hægt að gera fullt skemmtilegt og skoða margt! :o)

En það styttist í að ég komi heim...ekki lengra en 8 vikur núna thihi ;)

Sakna þín roooooosalega mikið!!! :(

Ástarkveðjur,
Kristrún