Ýmislegt búið að drífa á daga mína að undaförnu. Fór á smá tjútt með saumaklúbbnum mínum á laugardaginn. Hittumst heima hjá Bibbu og Írisi og borðuðum saman þriggja rétta máltíð. Fengum salat með reyktum silung í forrétt. Rosa góðar kjúklingabringur í aðalrétt og svo var ég búin að útbúa heitt epladóterí sem ég bar fram með ís. Skelltum okkur svo niðrí bæ og eins og svo oft áður þegar við förum saman var ferðinni heitið á Oliver. Þar var ekkert nema útlendingar, amerískar stelpur að missa sig í stuttu pilsin...úfff...ég var nú í stuttu gallapilsi, en ég var líka í sokkabuxum svo mér yrði ekki kalt og svo ég yrði ekki hálf nakin!!
Sunnudagurinn var hinn rólegasti. Egill kom í heimsókn og náði okkur í rúminu...svo gott að lúlla lengi :) Við skelltum okkur öll saman í sunnudagsbíltúr og keyptum ís og svona. Buðum svo strákunum í kaffi og með því. Allir orðnir æstir í kaffið góða. Svo um kvöldið var húsfundur hjá okkur. Þar var girðingarmálið tekið upp og fellt, aðeins einn sem var með girðingunni, en það var ekki nóg svo girðingin verður ekki sett upp að okkar hálfu. Ekki veit ég hvernig kellingarnar í hinum endanum tóku þeim fréttum. Nú erum við sennilega lent í fyrsta sameignarstríðinu okkar...úfff.
Í gær skelltum við okkur eftir vinnu upp í Húsafell. Fórum að sækja Guðrúnu systir. Hún var að fara með litla bílinn til mömmu og pabba því þau þurfa að vera á tveimur bílum í öllum þessum útréttingum varðandi bústaðinn. Allt liðið var að borða í Húsafelli. Mamma, pabbi, Guðrún, Litháarnir tveir og tveir smiðir úr Keflavík. Við keyrðum svo í bústaðinn sem þau gista í og svo fór pabbi með okkur upp í land og við "fórum inn í" bústaðinn. Sem er í rauninni bara steypuklumpur eins og er...en kannski ekki í þessum töluðu orðum þar sem átti að byrja að reisa húsið í dag held ég. Við fengum alla vega góðan bíltúr úr þessu og það er gaman að sjá svona grunnstig bústaðsins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli