miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Partý hartý

Já það er greinilegt að það flutti partýfólk í íbúðina fyrir ofan okkur :( Það væri nú í lagi ef þau gætu drullast til að ganga hljóðlega um sameignina og ekki talað svona bilað hátt þegar þau eru fyrir utan húsið. Eins og þeir vita sem komið hafa heim til mín þá er inngangurinn á sömu hlið og allir svefnherbergisgluggar eru, þannig að ég er farin að vakna ansi oft upp snemma á laugardags og sunnudagsmorgnum við að fólkið er að koma heim af djamminu. Oftar en ekki er einhver með þeim og þá er bara "JÁ VIÐ PÖNTUM OKKUR BARA PIZZU!!" sagt með fyllerís háværri rödd. Eða að þau eru að tala í símann og ekki lágt. Skemmtilega, skemmtilega fólk sem fer alltaf seint að sofa og gengur um eins og heil fílahjörð. En svona er að búa í fjölbýli og núna langar mig ekkert meira en að flytja í tvíbýli eða bara hreinlega einbýli!!! Spurning um að vera leiðinlegi gaurinn og hringja og kvarta í leigusalann þeirra ef þetta heldur áfram að vera svona helgi eftir helgi.

Annars vorum við partýfólk á laugardaginn, en ekki heima hjá okkur, Egill og Edda buðu í hrekkjavökupartý. Egill bauð okkur í mat áður og eldaði dýrindis mat úr nýju dýru pottunum sínum. Mjög gott hjá karlinum :) Allir voru í búningum um kvöldið og við Biggi ákváðum að fara sem hvort annað og það var nú ágætis lífsreynsla. Naut þess að horfa á Bigga leika ólétta konu...hehe...eins og hann hafi aldrei gert neitt annað!!! En við erum klárlega orðin slappa fólkið því við vorum bara orðin þreytt og farin heim um miðnætti...geysp. Ég var reyndar búin að vera í búðarrápi með mömmu allan daginn svo það var nú kannski ekki svo skrítið að ég væri aðeins farin að geyspa.

Vinnuálagið á Bigga mínum er ekkert að minnka og bara búið að aukast ef eitthvað er. Hann vinnur til rúmlega tíu á kvöldin. Hressandi!!! En þetta fer vonandi að verða búið og við erum að vonast til að geta eytt sunnudeginum eitthvað saman. Varla búin að hittast í örugglega meira ein rúma viku :S Vona að það verði nú ekki mikið um svona rosalegar vinnutarnir eftir að krílið kemur í heiminn! Ég segi nú bara "shake your moneymaker" og hristi Bigga smá til.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eru til myndir úr þessu partíi. Gæfi mikið fyrir að sjá Bigga leika þig ólétta....hahahaha.

Jórunn S. Gröndal sagði...

Já það eru reyndar til myndir en ég þarf að nálgast þær hjá henni Eddu því við gleymum alltaf að taka myndir.

Nafnlaus sagði...

Ég veit sko alveg hvað þið eruð að tala um. Um síðustu helgi var partý á hæðinni fyrir ofan okkur, allt í lagi með það....þangað til klukkan var farin að ganga eitt um miðnætti að gleðskapurinn breyttist í stórdansleik :-( Það var tónlist frá 9. áratugnum, Duran Duran, Wham og svoleiðis með tilheyrandi stappi, góli og öðrum óhljóðum. Ekki gaman...og þetta var fólk um fertugt, það er ekki endilega best :-)

Nafnlaus sagði...

Ég vil fá að sjá mynd/ir af Biggulínu og Jó...hanni :D

...ef þetta partílið hættir ekki með þessi læti þá skaltu nú bara kvarta...það er nú ekkert mál ef fólk er með eitt partí, en ef það er helgi eftir helgi eftir helgi...það er nú ekki hægt!
Það er óþolandi að fá ekki svefnfrið. Sérstaklega um helgar þegar maður er þreyttur eftir vinnuvikuna!

Knúsímús,
Kristrún