Ekki það að ég sé að flytja milli íbúða, heldur vorum við að kaupa okkur nýtt rúm. Loksins!!! Erum bara búin að vera að hugsa það í ár. Fórum meira að segja og skoðuðum rúm í janúar. Maður er alltaf svo seinn að öllu. Alla vega...þá keyptum við okkur svona Tempur heilsudýnu í Betra Bak og ég hlakka svo til að fara sofa í kvöld. Rúmið er svona heldur stærra en gamla rúmið okkar, eða 160 cm á breidd. Ætli ég eigi ekki bara eftir að sakna Bigga!! Munar nú alveg 25 cm á nýja og gamla, þvílíkur lúxus!! Ég kem kannski með fréttir á morgun hvernig fyrsta nóttin gekk ;)
7 ummæli:
JIhh dugleg að blogga, þrumar inn fullt af færslum :)
Til hamingju með nýtt rúm - það er örugglega algjör draumur!! :)
Tölvan mín var að bila, svo ég verð tölvulaus meira eða minna næstu 2 vikurnar...bömmer !! En ég ætla að kaupa mér nýja í staðinn hehe...hin orðin gömul og grá...orðin slöpp greyið.
Er með tölvuna hennar Dagbjartar í láni núna, hún var svo elskuleg að lána mér sína í gærkvöldi svo ég gæti pikkað inn ritgerð sem ég átti að skila í dag!! Búið að vera algjört bras....
En alla vega...vona að allt sé gott að frétta og ég vona svo sannarlega að þú ætlir EKKI að fara skella þér á skíði....
Hafið það gott, öll 3 ;) og bið að heilsa í bæinn...
Knúúúúús,
Strúna tölvu- og netlausa...
Er bumban ekki farin að skaga 25cm út í loftið hvort sem er þannig að þar með er allt aukaplássið farið.
Fyrsta nóttin gekk nú ekki snuðrulaust fyrir sig. Vaknaði endalaust til að bylta mér :S En bumban er nú ekki orðin það stór að hún skagi 25 cm út í loftið Unnur mín ;) Kannski svona 7-9 cm??
Ég kem með tommustokkinn um jólin.
Hæ hæ.
Veistu hvað er málið með bloggið hennar Kristrúnar?
hef ekki komist á það í nokkrar vikur... en þú?
Já Kristrún tók þá ákvörðun að hætta að blogga. Svo er tölvan hennar reyndar líka biluð svo hún er ekki mikið tölvutengd núna
jæja... er ekki kominn tími á nýtt blogg!!????
Skrifa ummæli