miðvikudagur, júní 21, 2006

Synda um höfin blá í sautján ár...

...eða bara í Árbæjarlaug. Jamm nú er mín bara að reyna að fara með Bigga í sund á mánudags-, miðvikudags- og föstudagsmorgnum. Er búin að fara þrisvar núna, fór reyndar ekki á mánudaginn því ég var alveg robboslega sybbin. Þetta gerir manni nú bara gott og eru 300 gr. farin síðan í síðustu viku. Gæti reyndar líka bara verið dagamunurinn.

Annars á ég frí eftir hádegi í dag. Ætla bara að fara að dunda mér eitthvað. Kíkja í búð, þvo bílinn og aldrei að vita nema maður sitji úti á svölum og lesi góða bók.

Fékk eina afmælisgjöf í gær, frá Hjördísi og Írisi og þeirra mönnum. Ég fékk rosa kósí og flott náttföt og bókina "the devil wears Prada". Æðisleg gjöf og þakka ég enn og aftur fyrir mig. Hlakka til að byrja á bókinni og lúllaði í náttfötunum í nótt og það var bara mjög mjúkt og gott.

Jæja verður maður ekki að halda áfram með smjörið svo maður getur komið sér í smá frí. Vona bara að sólin fari ekki í burtu.

Auf widersehen

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir komuna á bókasafnið, gaman að sjá þig :-)

Nafnlaus sagði...

Frábært að þið skellið ykkur saman í sund - það er svo hressandi og gott :) Líka gott að eiga smá svona hobbí saman ;)

Ég vona að þið fáið smá sól þarna á Íslandinu, það fer nú alveg að styttast í júlí! hihi :)

Knúsknús og saknaðarkveðjur,
Kristrún