Hvað haldiði að hafi gerst í gær? Ég fór heim í hádegismat og ég kíki alltaf í póstkassann, haldiði að það hafi ekki verið bréf frá Háskólanum í Reykjavík. Ég er s.s. komin inn í viðskiptafræði...vúhú. Tek nám sem er kallað háskólanám með vinnu (HMV). Þannig að ég verð að vinna og í skóla, maður ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur skal ég ykkur segja. Þetta á eftir að vera brjáluð vinna, en örugglega mjög gaman.
Jæja bara stutt að þessu sinni
adju
7 ummæli:
Til hamingju elsku Jórunn !!! Þetta heilmikil vinna... en líka gaman :-)
Vá! Til hamingju!!:)
Veiii til hamingju - þetta er frábært hjá þér :D
Víúvíúvíúúú ;)
Éta éta, það er það sem menn geta.....en að vinna, það er nú minna.
Æðislegt, til hamingju með þetta.
Kveðja Solveig húsógella
frábært stelpa!! var einmitt að fá inn í kennó í gær:) vúhú nú erum við bara háskólagellur;)
Vá innilega til hamingju Steinunn mín. Ertu þá að flytja suður í haust? Já við verðum sko þokkalega háskólagellur ;)
Skrifa ummæli