Nú erum við hjónaleysin búin að fara á fyrsta tímann á golfnámskeiði. Jemms, við erum að reyna að breyta okkur í íþróttaálfa ;) Þetta námskeið er í boði Fugla ehf og verður gangandi í sumar. Svo verður hið árlega Fugla-mót í lok sumars...heheh...þá þarf maður að vera kominn með forgjöf og læti...hehemmm...veit nú ekki hversu vel ég á eftir að standa mig í þessu. En ég náði nú alveg að skjóta nokkrum sinnum smá vegis og þau skot voru tiltölulega bein, sem skiptir víst svolitlu máli.
Dagurinn í dag er eitthvað voðalega lengi að líða...skil það bara ekki. Mig langar bara að vera að plana brúðkaup og eitthvað í dag...hihi. Ég er búin að föndra boðskort, ein svolítið snemma í því. Er nú ekkert farin að framleiða, en ég er búin að búa til svona prototýpu. Við fórum nefnilega að skoða tvo sali í gær, þannig að maður er svona aftur farinn að pæla voða mikið í þessu. Ágætt að taka þetta svona í tímabilum. Fyrsta tímabilið er s.s. núna. Þurfum að bóka kirkjuna, prest og sal. Finna út hvert við leitum varðandi mat og drykk og svo getum við tekið það rólega í kannski svona 2-3 mánuði og fara þá aftur af stað og gera þá kannski gestalistann eða eitthvað.
Jæja lömbin mín, hef ekki meira að segja í bili
Hej hej
fimmtudagur, júní 29, 2006
miðvikudagur, júní 21, 2006
Synda um höfin blá í sautján ár...
...eða bara í Árbæjarlaug. Jamm nú er mín bara að reyna að fara með Bigga í sund á mánudags-, miðvikudags- og föstudagsmorgnum. Er búin að fara þrisvar núna, fór reyndar ekki á mánudaginn því ég var alveg robboslega sybbin. Þetta gerir manni nú bara gott og eru 300 gr. farin síðan í síðustu viku. Gæti reyndar líka bara verið dagamunurinn.
Annars á ég frí eftir hádegi í dag. Ætla bara að fara að dunda mér eitthvað. Kíkja í búð, þvo bílinn og aldrei að vita nema maður sitji úti á svölum og lesi góða bók.
Fékk eina afmælisgjöf í gær, frá Hjördísi og Írisi og þeirra mönnum. Ég fékk rosa kósí og flott náttföt og bókina "the devil wears Prada". Æðisleg gjöf og þakka ég enn og aftur fyrir mig. Hlakka til að byrja á bókinni og lúllaði í náttfötunum í nótt og það var bara mjög mjúkt og gott.
Jæja verður maður ekki að halda áfram með smjörið svo maður getur komið sér í smá frí. Vona bara að sólin fari ekki í burtu.
Auf widersehen
Annars á ég frí eftir hádegi í dag. Ætla bara að fara að dunda mér eitthvað. Kíkja í búð, þvo bílinn og aldrei að vita nema maður sitji úti á svölum og lesi góða bók.
Fékk eina afmælisgjöf í gær, frá Hjördísi og Írisi og þeirra mönnum. Ég fékk rosa kósí og flott náttföt og bókina "the devil wears Prada". Æðisleg gjöf og þakka ég enn og aftur fyrir mig. Hlakka til að byrja á bókinni og lúllaði í náttfötunum í nótt og það var bara mjög mjúkt og gott.
Jæja verður maður ekki að halda áfram með smjörið svo maður getur komið sér í smá frí. Vona bara að sólin fari ekki í burtu.
Auf widersehen
fimmtudagur, júní 15, 2006
Skóli njóli
Hvað haldiði að hafi gerst í gær? Ég fór heim í hádegismat og ég kíki alltaf í póstkassann, haldiði að það hafi ekki verið bréf frá Háskólanum í Reykjavík. Ég er s.s. komin inn í viðskiptafræði...vúhú. Tek nám sem er kallað háskólanám með vinnu (HMV). Þannig að ég verð að vinna og í skóla, maður ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur skal ég ykkur segja. Þetta á eftir að vera brjáluð vinna, en örugglega mjög gaman.
Jæja bara stutt að þessu sinni
adju
Jæja bara stutt að þessu sinni
adju
þriðjudagur, júní 13, 2006
Fyndið!!!!!
Staðreyndir um karlmenn
1.HVERS VEGNA ERU KARLMENN GÁFAÐARI MEÐAN ÞEIR HAFA MÖK?
(vegna þess að þeir eru tengdir við snilling!)
2.HVERS VEGNA BLIKKA KONUR EKKI AUGUNUM MEÐAN ÞÆR HAFA MÖK? (þær hafa einfaldlega ekki tíma!)
3.HVERS VEGNA ÞARF MILLJÓNIR SÆÐISFRUMA TIL AÐ FRJÓVGA EGG?
(þær stoppa ekki til að spyrja vegar)
4.HVERS VEGNA HRJÓTA KARLMENN ÞEGAR ÞEIR LIGGJA Á BAKINU? (pungurinn fellur yfir rass gatið og stöðvar gegnumtrekkinn)
Þið eruð farnar að brosa núna stelpur, er það ekki? ;o)
5.HVERS VEGNA FENGU KARLMENN STÆRRI HEILA EN HUNDAR?
(annars væru þeir riðlandi á fótleggjum kvenna í kokteilboðum)
6.HVERS VEGNA SKAPAÐI GUÐ MANNINN Á UNDAN KONUNNI?
(þú þarft jú gróft uppkast áður en þú gerir lokaútgáfuna)
7.HVE MARGA KARLMENN ÞARF TIL AÐ SETJA KLÓSETTSETUNA NIÐUR? (hmm, veit ekki.....það hefur ekki gerst ennþá)
Einn góður í lokin...
8.HVERS VEGNA SETTI GUÐ KARLMANNINN Á JÖRÐINA?
(vegna þess að titrari slær ekki garðinn)
1.HVERS VEGNA ERU KARLMENN GÁFAÐARI MEÐAN ÞEIR HAFA MÖK?
(vegna þess að þeir eru tengdir við snilling!)
2.HVERS VEGNA BLIKKA KONUR EKKI AUGUNUM MEÐAN ÞÆR HAFA MÖK? (þær hafa einfaldlega ekki tíma!)
3.HVERS VEGNA ÞARF MILLJÓNIR SÆÐISFRUMA TIL AÐ FRJÓVGA EGG?
(þær stoppa ekki til að spyrja vegar)
4.HVERS VEGNA HRJÓTA KARLMENN ÞEGAR ÞEIR LIGGJA Á BAKINU? (pungurinn fellur yfir rass gatið og stöðvar gegnumtrekkinn)
Þið eruð farnar að brosa núna stelpur, er það ekki? ;o)
5.HVERS VEGNA FENGU KARLMENN STÆRRI HEILA EN HUNDAR?
(annars væru þeir riðlandi á fótleggjum kvenna í kokteilboðum)
6.HVERS VEGNA SKAPAÐI GUÐ MANNINN Á UNDAN KONUNNI?
(þú þarft jú gróft uppkast áður en þú gerir lokaútgáfuna)
7.HVE MARGA KARLMENN ÞARF TIL AÐ SETJA KLÓSETTSETUNA NIÐUR? (hmm, veit ekki.....það hefur ekki gerst ennþá)
Einn góður í lokin...
8.HVERS VEGNA SETTI GUÐ KARLMANNINN Á JÖRÐINA?
(vegna þess að titrari slær ekki garðinn)
fimmtudagur, júní 08, 2006
spamadur.is
Þetta tarotspil dró ég á spamadur.is
8 stafir
Talan fjórir margfölduð með tveimur segir til um fjárhagslegt öryggi þitt og jafnvægi. Áttan táknar veraldleg gæði sem í þessu tilfelli tengjast líðan þinni á jákvæðan hátt.
Þér er ráðlagt að treysta því að hlutirnir verði eins og þú ein/n vilt og að þér sé ætlað stærra hlutverk en þú sinnir í dag.
Endir er á bið sem hefur einkennt umhverfi þitt og líðan þína nýverið. Útkoman uppfyllir óskir þínar og þrár. Málin taka stökkbreytingum á skömmum tíma.
8 stafir
Talan fjórir margfölduð með tveimur segir til um fjárhagslegt öryggi þitt og jafnvægi. Áttan táknar veraldleg gæði sem í þessu tilfelli tengjast líðan þinni á jákvæðan hátt.
Þér er ráðlagt að treysta því að hlutirnir verði eins og þú ein/n vilt og að þér sé ætlað stærra hlutverk en þú sinnir í dag.
Endir er á bið sem hefur einkennt umhverfi þitt og líðan þína nýverið. Útkoman uppfyllir óskir þínar og þrár. Málin taka stökkbreytingum á skömmum tíma.
þriðjudagur, júní 06, 2006
Ammi Biggilli
Já rétt er það, ég átti afmæli í gær. Takk fyrir kveðjurnar :) Ég fékk afmælissöng bæði frá Debrecen í Ungverjalandi og New York í Bandaríkjunum. Takk stelpur mínar. Venjulega hef ég alltaf fengið pakka um leið og ég vakna á afmælisdaginn minn...en gærdagurinn var öðruvísi...ég fékk engan pakka til að opna með stírurnar í augunum. En ég var búin að fá pakka frá Unni systir og fékk leyfi til að opna hann...því ég gat nú ekki beðið í næstum viku með það!!! Biggi bakaði handa mér súkkulaðiköku í gær og ég mátti velja hvar við borðuðum, Búllan varð fyrir valinu. Svo mátti ég líka velja mynd til að horfa á og ég valdi Flightplan, ágætis vella, sá eiginlega strax í gegnum plottið en allt í lagi með það.
Hrönn og Haukur kíktu til okkar í gær og þau komu með gjöfina frá þeim og Strúnu brúnu. Ég fékk gjafakort í Kringluna...ekki amalegt það. Mamma og pabbi ætla að koma í kaffi í kvöld og ég fæ víst flatan pakka frá þeim...hmmmm...flatskjár?? Hehe...ekki líklegt
Við Biggi ætlum kannski að reyna að kíkja eitthvað í búðir og finna eitthvað til mín frá honum :D
Annars var þetta mjög góð og löng helgi...alltaf gott að fá einn aukadag, algjör lúxus. Við fórum á laugardaginn upp í Borgarfjörð til að hjálpa mömmu og pabba eitthvað með bústaðinn. Það var bara þvílík samkoma og ekki neitt unnið á laugardeginum, en það var grillað dýrindis kjet og kartöflur. Auk okkar voru þarna, Bensi og Drífa, Óli og Maggý og Bjarni og Jóhanna, s.s. tveir bræður pabba og konur og bróðir mömmu og kona :) Við Biggi og Guðrún gistum svo í bústaðnum sem mor og far eru með á okurleigu og uppskar ég 8 bit á 2 cm radíus...helv!!! Við gerðum svo eins og við gátum á sunnudeginum upp í bústað, sópa, ryksuga, moka, bera og þurrka.
Ég, Biggi og Guðrún keyrðum svo heim á sunnudeginum og að sjálfsögðu varð umferðaslys í göngunum svo við þurftum að keyra Hvalfjörðinn og vorum þar af leiðandi ekki búin að sturta okkur þegar strákarnir komu í grill niðrí Haðaland, en það var allt í gúddí og enginn kvartaði undan vondri lykt af okkur ;)
Hrönn og Haukur kíktu til okkar í gær og þau komu með gjöfina frá þeim og Strúnu brúnu. Ég fékk gjafakort í Kringluna...ekki amalegt það. Mamma og pabbi ætla að koma í kaffi í kvöld og ég fæ víst flatan pakka frá þeim...hmmmm...flatskjár?? Hehe...ekki líklegt
Við Biggi ætlum kannski að reyna að kíkja eitthvað í búðir og finna eitthvað til mín frá honum :D
Annars var þetta mjög góð og löng helgi...alltaf gott að fá einn aukadag, algjör lúxus. Við fórum á laugardaginn upp í Borgarfjörð til að hjálpa mömmu og pabba eitthvað með bústaðinn. Það var bara þvílík samkoma og ekki neitt unnið á laugardeginum, en það var grillað dýrindis kjet og kartöflur. Auk okkar voru þarna, Bensi og Drífa, Óli og Maggý og Bjarni og Jóhanna, s.s. tveir bræður pabba og konur og bróðir mömmu og kona :) Við Biggi og Guðrún gistum svo í bústaðnum sem mor og far eru með á okurleigu og uppskar ég 8 bit á 2 cm radíus...helv!!! Við gerðum svo eins og við gátum á sunnudeginum upp í bústað, sópa, ryksuga, moka, bera og þurrka.
Ég, Biggi og Guðrún keyrðum svo heim á sunnudeginum og að sjálfsögðu varð umferðaslys í göngunum svo við þurftum að keyra Hvalfjörðinn og vorum þar af leiðandi ekki búin að sturta okkur þegar strákarnir komu í grill niðrí Haðaland, en það var allt í gúddí og enginn kvartaði undan vondri lykt af okkur ;)
fimmtudagur, júní 01, 2006
Fr. Yo-yo
Þetta er sko búinn að vera erilsamur dagur. Fjúff...þurfti bæði að kalla út smið og rafvirkja í dag og það er nú meira stuðið í því. Af hverju geta iðnaðarmenn ekki látið sjá sig á umsömdum tíma? Annar var alltof seinn en hinn of snemma. Það leið bara hálftími á milli þeirra, svo ég þurfti að keyra fram og til baka, og fram og til baka. Væri ekki dæmigert ef viðgerðarmaðurinn frá Vífilfell myndi hringja núna og ætla að gera við gossjálfsalann? Alla vega þá var brotin upp hurð á þessari herbergjaleigu sem ég sé um upp á Höfða, svo það þurfti að fá handyman til að laga það. Hann kom úr Keflavík og ætlaði aldrei að drulla sér á svæðið, kom bara 2 tímum eftir að hann átti að koma...en hann var nú svo indæll maðurinn að ég erfi það nú ekki. Í morgun var hringt í mig og sagt að þurrkarinn þarna uppfrá væri bilaður, svo ég hringdi í viðgerðarþjónustuna til að fá einhvern að líta á þetta, hann kom hálftíma fyrr en hann hafði ætlað sér, en hann var eldsnöggur að gera við svo honum er fyrirgefið. Og að lokum er eitthvað að gossjálfsalanum en ég fékk engin loforð um að hann yrði lagaður í dag, vona samt að hann komist í gang á morgun svo að við getum fengið smá pening upp í allar þessar viðgerðir ;)
Ég þurfti líka að skreppa í morgun, en það var nú ekki vegna vinnunar. Svo það er sko með sanni hægt að segja að ég sé Fr. Yo-yo. Dagurinn er alla vega fljótur að líða þegar maður er svona á þönum en það getur nú líka verið askoti pirrandi að þurfa að hendast út þegar maður er ný sestur niður og ætlar að grípa aðeins í vinnuna, en svona er að vera landlord. Sigrún, framkv.stj. Hanza-hópsins, var nú að tala um að þetta gengi nú ekki lengur og við þyrftum að selja þetta eins fljótt og auðið er. Ég vona það, því það þyrfti bara einhver sem er handlaginn að sjá um þetta og það er ég ekki. Verður að vera einhver sem getur bara stokkið til þegar þarf á því að halda, ég þarf alltaf að hringja út smið og það er vesen ef hann á heima í Keflavík, og ræstingarfólk....en anywho þá er þetta bara svona og svolítið ævintýri bara og ágæt reynsla alveg hreint. Það er bara svo týpískt eitthvað að allt gerist í einu...en er ekki sagt "allt er þegar þrennt er"?
Annars er ekkert að frétta...nákvæmlega ekkert!!
Og með þeim orðum...ble
Ég þurfti líka að skreppa í morgun, en það var nú ekki vegna vinnunar. Svo það er sko með sanni hægt að segja að ég sé Fr. Yo-yo. Dagurinn er alla vega fljótur að líða þegar maður er svona á þönum en það getur nú líka verið askoti pirrandi að þurfa að hendast út þegar maður er ný sestur niður og ætlar að grípa aðeins í vinnuna, en svona er að vera landlord. Sigrún, framkv.stj. Hanza-hópsins, var nú að tala um að þetta gengi nú ekki lengur og við þyrftum að selja þetta eins fljótt og auðið er. Ég vona það, því það þyrfti bara einhver sem er handlaginn að sjá um þetta og það er ég ekki. Verður að vera einhver sem getur bara stokkið til þegar þarf á því að halda, ég þarf alltaf að hringja út smið og það er vesen ef hann á heima í Keflavík, og ræstingarfólk....en anywho þá er þetta bara svona og svolítið ævintýri bara og ágæt reynsla alveg hreint. Það er bara svo týpískt eitthvað að allt gerist í einu...en er ekki sagt "allt er þegar þrennt er"?
Annars er ekkert að frétta...nákvæmlega ekkert!!
Og með þeim orðum...ble
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)