fimmtudagur, júní 04, 2009

Verkefnaskipti

Nú er heilgallinn sem ég er að prjóna á skottið komin á ís, fór eitthvað að fá bakþanka með að gera heilgalla og er drulluóánægð með skálmarnar. Þær eru svo misstórar og misvíðar. Er að hugsa um að breyta gallanum bara í peysu, bara ekki alveg strax því ég er komin með algjört ógeð á slétt, slétt, brugðið, brugðið, slétt, slétt, brugðið, brugðið...o.s.frv.

Búin að taka fram lopann og búin með c.a. 13 cm af bolnum á þessari peysu sem hægt er að finna hér



Er reyndar að nota tvöfaldan plötulopa í stað léttlopa, svo peysan verður frekar jakki en peysa. En það er bara ágætt. Er að reyna nýta afganga í þetta sinn, þurfti reyndar að kaupa einn lit í munstrið (brúnan) og smá viðbót í aðallit (hvítan), er svo líka með grænan í munstrinu.

Svo læt ég mig bara dreyma um að einhver gefi mér Farmers Market peysu í afmælisgjöf á morgun :)

Engin ummæli: