...hefur svifið yfir vötnum
Ég er búin með þrjú verkefni, geri aðrir betur. Ég rumpaði sjalinu mínu af og prjónaði mér svo húfu úr afgangsgarninu. Undur og stórmerki gerðust svo þegar ég tók upp næsta ókláraða verkefni, en ég fann 2 dokkur af garninu í stutterma peysuna. Kláraði því þessa einu ermi sem eftir var og nú er hún ready :) Ánægð með sjálfa mig ;)
Næsta verkefni á dagskrá er peysa sem ég var að prjóna á Hrafn en sá þegar ég var búin með búkinn að hún var of lítil. Ætla að klára hana og kannski fær eitthvað lítil kríli hana í fæðingargjöf við tækifæri.
Annars er ég að detta aðeins í svona myndabókardæmi í tölvunni minni. S.s. vinkona mín hún Silja fann forrit á netinu sem maður getur notað til að búa til bók. Svo pantar maður bókina og fær hana innbundna og fína. Bara svona alvöru!!! Er að fikta mig áfram í þessu, vonandi kemur eitthvað sniðugt út úr þessu :)
2 ummæli:
Ohh Jórunn, þú ert handavinnuséní :-) Til lukku með þetta allt saman
Hvaða rugl er þetta eiginlega, ég er ekki nafnlaus :-( Á líka færsluna hér að ofan !!!
Skrifa ummæli