...hefur svifið yfir vötnum
Ég er búin með þrjú verkefni, geri aðrir betur. Ég rumpaði sjalinu mínu af og prjónaði mér svo húfu úr afgangsgarninu. Undur og stórmerki gerðust svo þegar ég tók upp næsta ókláraða verkefni, en ég fann 2 dokkur af garninu í stutterma peysuna. Kláraði því þessa einu ermi sem eftir var og nú er hún ready :) Ánægð með sjálfa mig ;)
Næsta verkefni á dagskrá er peysa sem ég var að prjóna á Hrafn en sá þegar ég var búin með búkinn að hún var of lítil. Ætla að klára hana og kannski fær eitthvað lítil kríli hana í fæðingargjöf við tækifæri.
Annars er ég að detta aðeins í svona myndabókardæmi í tölvunni minni. S.s. vinkona mín hún Silja fann forrit á netinu sem maður getur notað til að búa til bók. Svo pantar maður bókina og fær hana innbundna og fína. Bara svona alvöru!!! Er að fikta mig áfram í þessu, vonandi kemur eitthvað sniðugt út úr þessu :)
laugardagur, febrúar 09, 2008
föstudagur, febrúar 01, 2008
Peysan...
...gengur vel. Á bara eina ermi eftir. En það kom smá babb í bátinn. Ég á ekki nóg garn til að klára, þá er víst bara að fara með miðan af síðustu dokku í Hagkaup og leita uppi sama framleiðslunúmer. Og jæja ef það finnst ekki þá er það ekki svo nogið því ermin er náttúrulega svona frekar "stök". Ætti ekki að sjást mikill litamunur.
En þar sem ég komst ekki lengra með peysuna þá tók ég bara upp það sem er næsta á dagskrá, s.s. græna sjalið mitt. Það er heklvinna og bara gaman því heklunálin er alveg nr. 7 eða eitthvað svoleiðis. Smá tröllahekl í gangi.
Jæja er þá ekki best að slökkva á tölvunni og taka upp heklið.
Adju
En þar sem ég komst ekki lengra með peysuna þá tók ég bara upp það sem er næsta á dagskrá, s.s. græna sjalið mitt. Það er heklvinna og bara gaman því heklunálin er alveg nr. 7 eða eitthvað svoleiðis. Smá tröllahekl í gangi.
Jæja er þá ekki best að slökkva á tölvunni og taka upp heklið.
Adju
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)