Nú eru aldeilis gleðifréttir hér á bæ!!! Pakkið er flutt í burtu og eigandinn fluttur inn :D Við skulum vona að þá hætti alveg þessi óskemmtilegu næturhljóð...hehemm...svo ekki sé meira sagt. Bigga grunar að strákurinn sé að vinna sem flugþjónn hjá IcelandExpress...hann sagðist vera að vinna þar og að hann yrði væntanlega ekki mikið heima. Ahhhh...the silence!!!! I luv it.
Svo er aldeilis stór dagur á morgun :) Mín bara nákvæmlega hálfnuð í fimmta tuginn. Ekki amalegt það. Biggi er í eldhúsinu að baka Betty handa mér. Að vísu get ég ekki borðað hana fyrr en hann kemur heim úr vinnunni á morgun því það er ekki til í kremið. Maður ætti nú að geta hamið sig ;)
Jæja ætla að skella mér í smá saumaskap, eða alla vega byrja á honum. Litli maðurinn var nefnilega að fá rimlarúmið í hús og þá þarf að græja lök.
Adju
3 ummæli:
Til hamingju með afmælið elsku Jórunn:) Vonandi áttu góðan afmælisdag:*
Hringi í þig á eftir og við gerum kannski e-d ef þér leiðist;)
Knús og kram
Til hamingju með afmælið elsku snúlla :o)
Knús og kossar!!
Til hammó með ammó í gær:)
Skrifa ummæli