Ég er alltaf að velta fyrir mér hvernig ég geti raðað inn í stofuna hjá mér þannig að það verði ekki úber lítið pláss til að athafna sig. Ég tel mig vera búna að finna lausn á þeim vanda, en þá kemur babb í bátinn. Núna er ég búin að setja sófann fyrir stofugluggann, þannig að stóri glugginn minn nýtist ekki eins og hann á að gera. Hvað gera bændur þá (eða Kópavogsbúar)? Núna er pælingin að halda skipulaginu en spegla því, spennandi!!! Þá þarf að redda sér einhvers konar apparati sem sendir internet í gengum rafmagn. Þetta apparat er víst til. Allt er nú til segi ég bara, en sem betur fer því þá get ég speglað stofunni minni. Súper!!
Annars erum við búin að vera gæða okkur á kökum og heitum rétt hérna. Jú mikið rétt, ég var aðeins að fagna því að hafa átt afmæli í vikunni. Hópur góðra gesta var hérna í dag. Bara notalegt.
laugardagur, júní 09, 2007
mánudagur, júní 04, 2007
Gleði gleði gleði
Nú eru aldeilis gleðifréttir hér á bæ!!! Pakkið er flutt í burtu og eigandinn fluttur inn :D Við skulum vona að þá hætti alveg þessi óskemmtilegu næturhljóð...hehemm...svo ekki sé meira sagt. Bigga grunar að strákurinn sé að vinna sem flugþjónn hjá IcelandExpress...hann sagðist vera að vinna þar og að hann yrði væntanlega ekki mikið heima. Ahhhh...the silence!!!! I luv it.
Svo er aldeilis stór dagur á morgun :) Mín bara nákvæmlega hálfnuð í fimmta tuginn. Ekki amalegt það. Biggi er í eldhúsinu að baka Betty handa mér. Að vísu get ég ekki borðað hana fyrr en hann kemur heim úr vinnunni á morgun því það er ekki til í kremið. Maður ætti nú að geta hamið sig ;)
Jæja ætla að skella mér í smá saumaskap, eða alla vega byrja á honum. Litli maðurinn var nefnilega að fá rimlarúmið í hús og þá þarf að græja lök.
Adju
Svo er aldeilis stór dagur á morgun :) Mín bara nákvæmlega hálfnuð í fimmta tuginn. Ekki amalegt það. Biggi er í eldhúsinu að baka Betty handa mér. Að vísu get ég ekki borðað hana fyrr en hann kemur heim úr vinnunni á morgun því það er ekki til í kremið. Maður ætti nú að geta hamið sig ;)
Jæja ætla að skella mér í smá saumaskap, eða alla vega byrja á honum. Litli maðurinn var nefnilega að fá rimlarúmið í hús og þá þarf að græja lök.
Adju
sunnudagur, júní 03, 2007
Bruðhlaup
Við fórum í brúðkaup í gær. Ofsalega flott og brúðhjónin voru ekkert smá fín og sæt. Þetta var s.s. Edda vinkona okkar úr Árbænum og hennar ektamaður (frá og með gærdeginum) sem voru að láta pússa sig saman. Veislan var bara stuð og meira stuð. Svona alveg eins og maður vill hafa það. Ég reyndi að taka niður nokkra punkta fyrir næsta sumar. Svo erum við líka að fara í brúðkaup eftir tvær vikur svo maður verður bara með þetta allt á hreinu ;)
Hrafninn minn fór í fyrstu pössunina sína og gekk það með endemum vel. Ekkert smá stolt af lillanum mínum
Hrafninn minn fór í fyrstu pössunina sína og gekk það með endemum vel. Ekkert smá stolt af lillanum mínum
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)