Í dag er bóndadagurinn og í tilefni af því þá gleymdi ég að óska Bigga til hamingju með daginn í morgun. En ég var nú reyndar búin að kaupa fyrir hann miða í bíó í kvöld. Ekkert minna en lúxussalurinn. Við eigum double-date með Ingu og Ingó og ætlum að sjá myndina Night at the Museum. Trailerinn lofaði alla vega góðu.
Lítið búið að gerast að undanförnu en við erum að vísu búin að losa okkur við gamla rúmið okkar loksins, gáfum það og það var sótt í morgun kl. 8:30. Vonum að fjölskyldan sem fékk það njóti góðs af. Þetta var fyrsti hluturinn sem við Biggi keyptum okkur saman, gaman að því.
Svo fékk ég rosalegt heilnudd á þriðjudaginn og það var svo rosalegt að ég sofnaði bara og alveg streinrotaðist meira að segja!!! Biggi ákvað að sýna mér loksins hvað hann var að læra á þessu nuddnámskeiði sem hann fór á og nú sleppur hann ekki. Eins gott að þetta verði a.m.k. vikulegur viðburður!!! ;)
Jæja það er föstudagur og mig langar bara mikið að fara koma mér heim svo ég er að spá í að láta það eftir mér :)
2 ummæli:
ohh hvað þú ert heppin að eiga kall sem er búin að læra nudd! Væri alveg til í það.... hmmm:)
Sammála síðasta ræðumanni.. ætli við getum ekki sent kallana bara til Bigga í nudd101 fyrst hann er svona súpergóður.
Snilldarmynd Night at the Museum.. mjög fyndin. Fyrsta myndin sem ég sé með Ben Stiller þar sem hann er ekki algjör hálfviti!
Skrifa ummæli