miðvikudagur, janúar 31, 2007

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Hámark 5 tímar í svefn!!!!!

Já þið gátuð rétt, það voru déskotans nágrannarnir eina ferðina enn!!! Og mér sem hafði tekist áætlunarverk mitt, þ.e. að sofna fyrir miðnætti. Maður var bara vakinn fimm í tólf og þá var skvísan sko bara vöknuð og ekki séns að sofna aftur. FÁIÐ YKKUR NÝTT RÚM!!!! Við hefðum kannski átt að gefa henni gamla rúmið okkar, heyrðist ekki múkk í því!!! Hvað er svo málið með að fara að færa til húsgögn um hálf eitt???? Ég ekki skilja svona!!!

Ekki nóg með það því þá vaknaði ég líka við ofurháværu baðviftuna hjá þeim kl. 6:20 í morgun. Það er aldeilis að þau þurfa aldrei að sofa þetta pakk!!!!! Já núna eru þau komin með pakk-stimpil á sig í mínum bókum kæra fólk. Ef þið viljið forðast þann stimpil frá mér þá er málið einfalt...EKKI VEKJA MIG OG HALDA FYRIR MÉR VÖKU!!!!!! Hvað getum við gert?? Allar ábendingar vel þegnar!!!!!!

Þessi færsla var í boði upphrópunnarmerkja, takk fyrir!!!!!!

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Ýmislegt gerist!!!

Einhvern tíma er allt fyrst eins og sagt er og á þetta einstaklega vel við líf mitt þessa dagana. Mér tókst í fyrsta skipti á ævi minni að gleyma veskinu mínu og það er bara týnt og tröllum gefið. Þetta gerðist eldsnemma á föstudagsmorgun þegar ég var í bakaríinu að kaupa fyrir morgunkaffið í vinnunni. Ég er svo klár að ég get gert tvennt í einu og var bæði að setja bakkelsið í poka og kvitta undir í einu. Svo bara fer ég í vinnuna og allt er eðlilegt, ég fer ekkert í hádeginu og þarf ekkert að nota kortið mitt meira þann daginn. Svo líður að bíóferð og ég ætlaði að taka debetkortið mitt úr veskinu mínu því ég nennti ekki að hafa allt hafurtaksið með. Þá bara er ekkert veski í töskunni minni....frábært!!!! Ekki fannst það í bakaríinu þó að það hafi verið síðasti staðurinn sem ég notaði það á. Þannig að það lítur út fyrir að einhver sem kom á eftir mér hafi bara hirt ljóta seðlaveskið mitt með öllu mínu lífi í...eða þannig. Það getur nú verið kostnaður við að endurnýja svona dóterí og bölvað vesen. Hringja hingað og þangað að láta loka kortum og sækja svo um ný. Og ég tala nú ekki um kostnaðinn við að fá nýtt ökuskírteini, heilar 3.900 kr. Ég held enn í vonina að ég fái veskið til baka...hehe...eða þannig. En ræninginn hafði sko ekkert upp úr krafsinu því það var sko ekki krónu með gati að finna þar!!! Af hverju skilar fólk ekki svona inn í búðirnar sem það finnur þetta í. Kommon, hvað hefur það að gera með kort sem eru lokuð??? Ég sé mest eftir myndunum tveimur sem ég var með í veskinu, önnur var af Bigga og hin af Unni minni svo ég sakni hennar ekki endalaust mikið. En núna er ég búin að vera með tárin í augunum af söknuði síðan á föstudag...búhú

föstudagur, janúar 19, 2007

bóndi bóndi

Í dag er bóndadagurinn og í tilefni af því þá gleymdi ég að óska Bigga til hamingju með daginn í morgun. En ég var nú reyndar búin að kaupa fyrir hann miða í bíó í kvöld. Ekkert minna en lúxussalurinn. Við eigum double-date með Ingu og Ingó og ætlum að sjá myndina Night at the Museum. Trailerinn lofaði alla vega góðu.

Lítið búið að gerast að undanförnu en við erum að vísu búin að losa okkur við gamla rúmið okkar loksins, gáfum það og það var sótt í morgun kl. 8:30. Vonum að fjölskyldan sem fékk það njóti góðs af. Þetta var fyrsti hluturinn sem við Biggi keyptum okkur saman, gaman að því.

Svo fékk ég rosalegt heilnudd á þriðjudaginn og það var svo rosalegt að ég sofnaði bara og alveg streinrotaðist meira að segja!!! Biggi ákvað að sýna mér loksins hvað hann var að læra á þessu nuddnámskeiði sem hann fór á og nú sleppur hann ekki. Eins gott að þetta verði a.m.k. vikulegur viðburður!!! ;)

Jæja það er föstudagur og mig langar bara mikið að fara koma mér heim svo ég er að spá í að láta það eftir mér :)

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Þreytta konan!!!

Já það er þreytta konan sem skrifa hér inn. Alveg með augun á stilkum og ég veit ekki hvað og hvað, svo er ég líka svolítið svöng. Hvað olli þessu? Hmmm kannski samblanda af því að ég hef ekki fengið nægan svefn undanfarnar nætur og svo svaf ég yfir mig í morgun og náði ekki að borða yndislegu AB-mjólkina mína með múslí, cheeriosi og rúsínum útí.

Svolítið af þreytunni er nú alveg mér að kenna því við fórum í gær til Jónasar og Írisar (bróður hans Egils og konu hans) og fengum barnaföt lánuð. Við vorum mjög sein á ferðinni því Biggi fór fyrst á Júdó æfingu og við komum ekki heim fyrr en kl. 1 í nótt. Já mikið rætt fram og til baka um börn og barneignir og litlu krílafötin skoðuð. Komum heim með fulla stóra íþróttatösku af alls konar dóteríi. Þegar ég lagðist lokins á koddan rotaðist ég um leið og rumskaði í morgun því ég þurfti á klósettið, en meikaði ekki að fara svo líkaminn varð bara að gjöra svo vel að halda í sér...sem hann gerði, sem betur fer!!! Svo vakna ég klukkan korter í níu við að Biggi er að pikka í öxlina á mér. Uss hann hefði alveg mátt sleppa því að pikka í mig og leyfa mér bara að sofa yfir mig...hehe.

Held að ég verði að taka mig á og fara að kom mér í rúmið um kl. 22 á kvöldin svo ég fái nú nægan svefn. En það er erfitt þegar maður er sjónvarpssjúklingur eins og ég og maður getur horft á hvað sem er og það skiptir ekki máli þó sjónvarpsefnið er endursýnt og maður hefur a.m.k. séð það tvisvar áður...ussss...skamm skamm. Í kvöld verður það bara beint upp í rúm eftir meðgöngusund og hana nú. Í háttinn klukkan átta eins og í laginu, eða frekar rétt fyrir tíu því ég kem heim um hálf tíu :) Sjáum til hvort þetta virkar!!!

Þangað til næst....ZZZZZZZZZZ

mánudagur, janúar 08, 2007

Það sem gerðist svo...

...var að ég hringdi í eigandann strax kl. 8 um morguninn og hann svaraði að sjálfsögðu ekki í símann. Við fórum bara fram úr og fengum okkur morgunmat og ákváðum svo að klæða okkur og fara upp og vekja þau til að tala við þau. Þá koma þau bara ekkert til dyra og við náttla mjög hissa því við vissum sko vel að það væri einhver í íbúðinni. Ég prófaði þá að hringja í heimasímann hjá þeim og Biggi heyrði hann hringja og heyrði líka í einhverjum en ekki svöruðu þau heldur í símann. Einhver sem hefur greinilega vitað upp á sig skömmina. Nú svo hringir eigandinn í mig til baka og ég útskýri nú allt sem búið er að ganga á og að þetta sé nú ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist. Honum brá svolítið við það að það væri einhver í íbúðinni því hann sagðist vinna í Herjólfi og hann hafi séð strákinn koma til eyja kvöldinu áður og með stelpu með sér sem hann héldi að væri kannski systir hans (Hann leigir s.s. stráknum og systir stráksins býr með honum). En honum fannst þetta náttúrulega mjög leiðinlegt og þakkaði okkur fyrir að láta sig vita og hann myndi tala við strákinn og biðja hann að tala við systur sína. Þetta gengi náttúrulega ekki svona. Hringdi svo strax aftur í mig og lét mig vita að hann væri búinn að tala við strákinn. Við lögðumst þá bara aftur upp í rúm og náðum að sofna, en þetta varð náttúrulega til þess að við sváfum til hádegis, sem við höfðum ekki ætlað okkur að gera.

Ég fór svo út og hitti Sjöfn og var með henni mest allan daginn en þegar ég kom heim sá ég að það var ljós í íbúðinni uppi svo ég ákvað að fara upp og tala við stelpuna. Sem ég svo gerði og fræddi hana um fjölbýlishúsalögin. Hún hafði þá verið búin að fara niður og tala við Bigga en ég vissi það ekki þar sem Biggi var farinn út þegar ég kom heim. Hún lofaði að reyna að bæta sig og afsakaði sig þvílíkt og ég veit ekki hvað og hvað. Svo urðum við nú ekki mikið vör við þau það sem eftir var helgarinnar. En í gærkvöldi þá var svona svolítill skarkali í þeim og einhver fór í sturtu um kl. 1 í nótt og kveikti þá á viftunni sem heyrist hræðilega mikið í. Allt í lagi með það svo sum. Svo vakna ég í nótt rétt fyrir kl. 3 að það var rosa stuð hjá þeim og stelpan alveg á orginu. Það hljóta nú bara fleiri að hafa vaknað við þetta heldur en við í húsinu. Manni langar bara ekkert að vita nákvæmlega hvenær nágrannar manns stunda kynlíf en þau eru greinilega að auglýsa það!!! Þetta fólk kann bara hreinlega ekki að taka tillit!!! Ég hringdi nú bara aftur í eigandann í morgun og ég var greinilega að vekja hann í þetta skiptið því hann var nú ekki beint kurteis við mig. Sagði svo bara að þetta væri ekki sitt mál. En mér finnst það nú svolítið vera hans mál þar sem hann er eigandi íbúðarinnar og hann er að leigja þessu fólki. Það er náttúrulega alveg fáránlegt að fá ekki svefnfrið á sínu eigin heimili. Hann er nú ekki hlutlaus í þessu máli þar sem hann þekkir strákinn sem hann er að leigja og tekur nú upp hanskann fyrir hann. Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að gera en ætli ég fari ekki upp og tali við stelpuna, þó að Biggi hafi verið búinn að segja henni að það heyrðist ALLT niður. Hélt að hún myndi nú fatta þetta en hún er greinilega mjög treg aumingja stelpan.

Það er vonandi að ég fái að sofa í nótt...annars verð ég bara að kaupa svona rauðan bolta sem hún getur troðið upp í sig (eins og í Pulp Fiction ;))

laugardagur, janúar 06, 2007

Klukkan er nuna 7:32...

... á laugardagsmorgni og ég er búin að vera vakandi í tæpan klukkutíma. Ástæðan er ekki sú að ég sé svona ólétt að ég geti ekki sofið, heldur var ég skemmtilega vakin af nágrönnum mínum með ljúfum Elvis tónum. Þetta var í annað skiptið í nótt sem þau vekja mig með tónlist og ég var því nýsofnuð eftir að hafa legið lengi andvaka en þau voru n.b. löngu farin á djammið þegar ég loksins sofnaði. Fyrra skiptið hrökk ég upp kl. 3:30 við tónlist hlátrasköll og fólk að reyna að tala yfir tónlistina. Ég velti mikið fyrir mér hvað ég ætti að gera því ég nennti enganveginn að fara upp og tala við þau. Svo á svona hálftíma slökktu þau á tónlistinni og gengu um á hælaskóm og drulluðu sér svo út með miklum látum og skarkala. Ég gat engan veginn sofnað aftur og kláraði því að lesa bókina sem ég fékk í jólagjöf. Náði mér í epladjúsglas og drakk það og snéri sænginni minni og reyndi aftur að sofna. Held að ég hafi verið að sofna um kl. 5:30. Svo núna kl. 6:40 rumska ég við einhver hljóð og þá er það bara Elvis að syngja angurværa tónlist sína....andvarp. Þetta var nú ekki hátt stillt hjá þeim en mér tókst nú samt að vakna við þetta. Þá ákvað ég að nú færi ég upp og hakkaði þau í mig svo ég skellti mér í náttsloppinn og rölti upp og hringdi pirrandi bjöllunni vel og lengi....enginn ansar en tónlistin heldur áfram. Svo ég prufa aftur....enginn ansar en tónlistin heldur áfram. Ég prufa í þriðja skiptið og sama sagan. Kræst mín að verða pirruð svo ég prufa að banka og hringja bjöllunni....no answear. Svo hættir lagið og þá banka ég fast og hringi...enginn svarar. Á þessum tíma punkti var Biggi kominn upp til mín. Ég segi við hann nei nú hringi ég á lögguna og það gerði ég. Núna er liðinn klukkutími og löggan hefur ekkert látið sjá sig og tónlistin hætt og þau lögst til svefns eflaust og sofnuð. En ég komst að því af hverju þau komu ekki til dyra þegar ég heyrði brak og bresti koma frá baðherbergisloftinu...sumir voru að gera dodo í baði og við fengum að njóta þess að heyra það alles!!! Mega stuð!!! Rosa rómó að vera með Elvis á fóninum og reyna að hjakkast í baði með tilheyrandi braki og brestum...halllóóóóóó....besti tíminn í þetta kl. 7 á morgnanna greinilega og svo áttu þau auðvitað eftir að tæma baðið svo það var bara glugg glugg sem glumdi við hjá okkur. Ég hringi í eiganda íbúðarinnar á morgun og kvarta undan þeim og bið hann að kynna þeim fyrir fjölbýlishúsalögum og ef það dugar ekki þá ætla ég bara að hringja alltaf strax á lögguna ef það eru einhver læti í þeim eftir miðnætti...sama hvort um virka daga eða helgi er að ræða.

Ég er alla vega vöknuð og ætla að fá mér súrmjólk í morgunmat eftir ca. 2-3 tíma svefn. Akkúrat passlegur svefn fyrir óléttar konur!!!! Urrrrrrrrrrrr!!!!

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Gleðilegt nýtt ár!!!!

Já nú er árið 2007 gengið í garð. Þetta verður viðburðarríkt ár hjá okkur Bigga. Árið 2006 var gott ár en kannski í frekar rólegri kantinum. Hér kemur smá samantekt af því helsta sem gerðist hjá mér:

  • Byrjaði í nýrri vinnu í ársbyrjun
  • Fór út til Danmerkur um páskana, fékk eitt stykki bónorð frá krjúpandi manni að nafni Birgir Þór :)
  • Ferðaðist mjög lítið um landið um sumarið en fór þó nokkrar ferðir upp í bústað til mömmu og pabba og svo fórum við í fjölskylduferðina að Laugarvatni
  • Fórum á Morrisey tónleika í Laugardalshöllinni...gaman, gaman
  • Var ein heima um verslunarmannahelgina, þar sem ég nennti ekki að vera með ógleði á Akureyri innan um fullt af fólki heima hjá Helga og Telmu.
  • Byrjaði í námi í HR og fór jafnóðum í námsleyfi
  • Fórum í brúðkaup til Ingu Maríu og Ingólfs
  • Tilkynnti komu nýs fjölskyldumeðlims í byrjun september
  • Fórum með öll systkyn Bigga í bústað í byrjun september
  • Fórum á Nick Cave tónleika í Laugardalshöllinni...það var ekki gaman!!!
  • Fórum með mömmu, pabba og Guðrúnu til Danmerkur í byrjun október til að hitta Unni og Danna og halda upp á stórafmæli pabba
  • Keyrðum norður á Corollunni okkar um miðjan nóvember og allir héldu að við værum klikkuð að fara í þessari færð á þessum bíl. Það var n.b. nánast enginn snjór á leiðinni og besta ferðaveður og bílinn okkar er æðislegur!!! Fengum gistingu hjá Helga og Telmu og allir skelltu sér á bretti nema ólétta konan. Borðuðum dýrindis máltíð á Greifanum og Helgi sýndi okkur það góða við Akureyri, ábótin!!
  • Fórum í þriðja skiptið til Danmerkur á þessu ári fyrstu helgina í desember, með Fuglum ehf. Keyptum barnavagn, smá vesen en það borgaði sig. Fórum á skrítinn Julefrukost í Tivoli. Skemmtum okkur æðislega vel!!
  • Héldum jólin hátíðleg í síðasta skipti í sitthvoru lagi. Höfðum það rosalega næs yfir hátíðirnar.

Svo er bara að sjá hvað árið 2007 ber í skauti sér. Það verður án efa mjög skemmtilegt ár og í nógu að snúast!!!