stjörnuna glampar á.
Kertin standa á grænum greinum,
gul og rauð og blá.
Já nú er jólatréð bara komið upp. Settum það upp á miðvikudagskvöld, gátum hreinlega ekki beðið lengur. Svo var tréð líka í stórhættu úti á svölum. Það hefði örugglega bara fokið út í veður og vind. Við þurftum alla vega að binda grillið okkar við svalirnar því það var bara farið að skauta fram og aftur!!! Stórhættulegt!!!
Núna er casual friday í vinnunni. Tilefnið er að það eru að koma jól og við ætlum að vera með vöfflukaffi hér seinna í dag. Finnst hálf kjánalegt að sitja hérna í gömlum buxum af Guðrúnu systur og í rauðum Converse skóm, en það verður bara að hafa það. Ég hefði að sjálfsögðu mætt í gallabuxum ef ég myndi nú bara passa í þær :D En þessar hermannabuxur eru sko það þæginlegasta í heimi svo þetta er bara allt gott. Reyndar voru nú sumir að brjóta casual regluna og mættu bara í jakkafötum og yfirmaður/kona mín segist finnast óþæginlegt að vera í gallabuxum. Hún er alla vega ekki í dragt í dag svo hún er bara nokkuð casual miðað við aðra daga kannski. Ég mætti með jólasveinahúfuna mína líka en hún verður bara sett upp í kaffinu. Svo fáum við að hætta fyrr í dag voða notó. Ég ætla að nota tímann og fara í Bónus að versla og vona að ég sleppi við allra mestu kösina. Held að ég sé búin að plata Guðrúnu systir með mér í þann leiðangur. Mig vantar nefnilega pokahaldara því ef ég er að lyfta mikið, þó það eru ekki nema innkaupapokar, fæ ég svo mikla samdrætti og það er ekki nógu sniðugt. Seinast þegar ég fór í stórinnkaup ein þá var ég allt kvöldið með þvílíka samdrætti. Lá bara upp í rúmi og reyndi að slappa af. Maður má víst ekki gera of mikið þegar svona kemur því maður vill nú ekki fara af stað mikið fyrir tímann.
Jóla jól, kaupa hjól
1 ummæli:
Elsku hjartað mitt, farðu varlega i pokaburðinum, þú berð mikilvægan einstakling !!!! Eins og þú veist best sjálf :-)
Sjáumst væntanlega í Haðalandinu,á aðfangadag, hlakka til að sjá ört vaxandi bumbubúa :-)
Skrifa ummæli