fimmtudagur, september 07, 2006

Búmmtjaka búmbúm búmm...

...elsku bílinn minn blái.

Minn bíll er reyndar hvítur og hann virðist stundum vera nánast ósýnilegur í umferðinni. Alla vega er ansi oft búið að næstum því keyra mig niður á honum. Spurning að láta sprauta hann rauðan svo að það sé ekki bara horft í gegnum mann...hmmm...

Ég sá lögguna vera að taka einhvern á rosa flottum Audi áðan, fór nú ekki fram hjá mér þar sem löggan svínaði rosalega á mig bara til að geta keyrt inn á planið hjá McDonald's á eftir Audi bílnum. Ætli ökumaðurinn hafi ekki verið að tala í símann eða eitthavð álíka. Það er víst átak í að taka fólk á malinu þessa dagana.

Annars er ég bara ein í kotinu þessa dagana. Biggi fór í veiðiferð í gærkvöld með vinnunni. Fuglar að veiða fisk...svolítið skondið sko ;) Hann kemur svo upp úr hádegi á morgun og við ætlum að fara annað kvöld í bústað. Ekki til að slappa af...nei nei...með öll systkyn Bigga. Verðum 9 talsins frá aldrinum 8-24 ára. Held nú að það verði stuð á okkur!!! Biggi ætlar að reyna að fara að veiða með allt liðið, vona bara að það verði ekki mikil rigning...brrrr

Wehell...nenni ekki að bulla meir er að sofna hérna við skrifborðið mitt...zzzz...og þarf svo að fara í Bónus eftir vinnu og versla ofan í allan skarann...ennþá meira zzzzzz. Málið er að fara snemma að sofa í kvöld takk fyrir.

Góða nótt þó klukkan er bara 14

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað byrjaði ég að syngja þegar ég var í prófinu í morgun.... nú lagið...elsku bílinn minn blái...sjitt ég hélt ég yrði ekki eldri hahahhaa :) en það hafðist ;)


knúsknús :)