Mikið rosalega dreymir mig orðið skrítið. Í morgun vildi ég ekki vakna því mig var að dreyma að um leið og ég vaknaði þá yrði farið með mig beint inn á skurðstofu, keisaraskurður framkvæmdur og tvíburarnir mínir teknir. Hmmm...þá er bara stóra spurningin, ætli það sé annað kríli sem er búið að vera að fela sig allan þennan tíma? Hummmm interesting!!! Það er nú alveg nóg að eignast eitt svona til að byrja með svo við skulum bara vona að sónarmyndirnar séu ekki að ljúga og það sé bara eitt takk fyrir.
Annars er ég komin 17 vikur í dag, fyrir þá sem vilja vita svona hluti. Ég ætla að reyna að byrja á hreiðurgerðinni þó að það sé ekki nærri tímabært. Kominn tími til að byrja á jólahreingerningunni. Sagði þetta við Bigga í gær og hann hélt að ég væri bara orðin klikkuð því september er jú bara rétt að klárast og langt í jólin. En ég verð örugglega orðin þyngri á mér þegar nær dregur jólum og þá nenni ég ekki að vera að þrífa og príla til að taka skápana í gegn. Hann var svo sætur að segja, "ég get alveg þrifið jólahreingerninguna". En svona vil ég bara hafa þetta Biggi minn og það er held ég ágætt að taka bara eitt herbergi í einu, því þau eru svo mörg ;), og þá verða þetta bara notaleg þrif og tiltekt. Er meira að segja búin að gera lista yfir það sem ég ætla að gera á næstu dögum og vikum. Hehemm...já ég á það til að reyna að skipuleggja mig á fyndinn hátt :)
Prjónadísin kom yfir mig í gær og ég prjónaði heila skálm á babybuxur í gær, geri aðrir betur. Finnst hún frekar skrítin en hún á örugglega bara að vera þannig, vonandi!! Jæja er þetta ekki komið gott í bili
adju
fimmtudagur, september 28, 2006
mánudagur, september 25, 2006
ZZZZZZZZZZ
Hvað er málið með að líkaminn vilji ekki sofa á næturnar?? Eða þetta var kannski frekar bara heilinn sem var ofvirkur í nótt. I need the sleep and lots of it!!! Vaknaði um miðja nótt upp frá draumi. Dreymdi að við vorum að gifta okkur og það var svo mikið vesen út af barninu. Þá gat ég náttúrulega ekki hætt að hugsa um það að það verður kannski vesen, kannski þarf barnið að drekka akkúrat þegar við eigum að setja upp hringana, eða verður brjálað og grenjar út athöfnina. Maður er sko ekki í lagi þessa dagana. Þetta er seinna tíma vandamál Jórunn og fyrsta mál á dagskrá er að sjálfsögðu að finna prest til að gefa okkur saman!!! Presturinn sem við vildum verður í fríi akkúrat í júlí svo við þurfum að leita á önnur mið. Við erum jú búin að panta Kópavogskirkju fyrir athöfnina. Þannig að þá erum við komin með sal og kirkju svo er bara að halda áfram að vera duglegur. Ef þið vitið um einhverja æðislega presta megið þið endilega láta okkur vita. Má ekki vera of væminn og dramatískur prestur takk :)
Ég er of þreytt til að finna upp á einhverju fleiru sniðugu til að segja í bili. Gæti vel sofnað fram á borðið mitt og nenni ekki með neinu móti að standa upp til að ná í möppu sem ég þarf að kíkja í!!!
Ég er of þreytt til að finna upp á einhverju fleiru sniðugu til að segja í bili. Gæti vel sofnað fram á borðið mitt og nenni ekki með neinu móti að standa upp til að ná í möppu sem ég þarf að kíkja í!!!
fimmtudagur, september 21, 2006
16 vikur búnar...
...og um 24 vikur eftir.
Mér fannst þetta búið að vera svo ótrúlega fljótt að líða en núna silast tíminn bara áfram. Fyrstu 12 vikurnar voru svo fljótar að líða, þó að við höfðum vitað þetta frá bara viku 4!!! Kannski var það af því að það vara sumar og sumarið er alltaf búið áður en maður veit af. Svo var ég líka í skólanum í ágúst og hafði ekki einu sinni tíma til að hugsa. Þannig að allt í einu vorum við bara búin að fara í fyrstu mæðraskoðun og hnakkaþykktarmælingu. Núna er ég búin að vera að bíða og bíða eftir að fara aftur í mæðraskoðun, hlakka svo til að heyra hjartsláttinn aftur :D Kannski er tíminn líka lengi að líða af því að ég er að bíða eftir að fara til Köben sem verður í sömu viku og mæðraskoðunin...vúhú...allt gerist á sama tíma!!!
Annars fór ég í búð í gær, sem ætti ekki að vera frásögufærandi en er það samt, það er ansi langt síðan ég fór í búð og verslaði fyrir nokkra daga. Ísskápurinn er búinn að vera mjööög tómur að undanförnu. Alla vega þá skellti ég mér í Krónuna í Skeifunni og ó mæ hvað það er ekki spes búð. Hún er alveg hræðinleg, Bónus búðirnar eru svo margfalt betri!! Ég fékk ekki allt sem var á listanum mínum svo ég ákvað að skella mér í Hagkaup til að pikka upp restina. Haldiði að ég hafi ekki borgað jafn mikið fyrir þessa nokkra hluti sem ég keypti í Hagkaup og fyrir allt sem ég keypti í Krónunni!! Tvöþúsund kall á hvorum stað! En ég eldaði að minnsta kosti í gærkvöldi sem er meira en ég get sagt að hafi gerst í langan tíma. Er alveg búin að vera í letinni og þreytunni. Samlokurnar voru farnar að vera frekar þreyttur kvöldmatur...hehe. Kannski er orkan loksins að koma yfir mig. Við skulum vona það!
Svo fórum við í göngutúr um hverfið eftir að við vorum búin að ganga frá eftir matinn. Bara fyrirmyndar-par. En það var nú frekar kalt og lærin mín voru eldrauð þegar við komum til baka. Brrrrrr...veturinn er að næsta leiti!!!
Mér fannst þetta búið að vera svo ótrúlega fljótt að líða en núna silast tíminn bara áfram. Fyrstu 12 vikurnar voru svo fljótar að líða, þó að við höfðum vitað þetta frá bara viku 4!!! Kannski var það af því að það vara sumar og sumarið er alltaf búið áður en maður veit af. Svo var ég líka í skólanum í ágúst og hafði ekki einu sinni tíma til að hugsa. Þannig að allt í einu vorum við bara búin að fara í fyrstu mæðraskoðun og hnakkaþykktarmælingu. Núna er ég búin að vera að bíða og bíða eftir að fara aftur í mæðraskoðun, hlakka svo til að heyra hjartsláttinn aftur :D Kannski er tíminn líka lengi að líða af því að ég er að bíða eftir að fara til Köben sem verður í sömu viku og mæðraskoðunin...vúhú...allt gerist á sama tíma!!!
Annars fór ég í búð í gær, sem ætti ekki að vera frásögufærandi en er það samt, það er ansi langt síðan ég fór í búð og verslaði fyrir nokkra daga. Ísskápurinn er búinn að vera mjööög tómur að undanförnu. Alla vega þá skellti ég mér í Krónuna í Skeifunni og ó mæ hvað það er ekki spes búð. Hún er alveg hræðinleg, Bónus búðirnar eru svo margfalt betri!! Ég fékk ekki allt sem var á listanum mínum svo ég ákvað að skella mér í Hagkaup til að pikka upp restina. Haldiði að ég hafi ekki borgað jafn mikið fyrir þessa nokkra hluti sem ég keypti í Hagkaup og fyrir allt sem ég keypti í Krónunni!! Tvöþúsund kall á hvorum stað! En ég eldaði að minnsta kosti í gærkvöldi sem er meira en ég get sagt að hafi gerst í langan tíma. Er alveg búin að vera í letinni og þreytunni. Samlokurnar voru farnar að vera frekar þreyttur kvöldmatur...hehe. Kannski er orkan loksins að koma yfir mig. Við skulum vona það!
Svo fórum við í göngutúr um hverfið eftir að við vorum búin að ganga frá eftir matinn. Bara fyrirmyndar-par. En það var nú frekar kalt og lærin mín voru eldrauð þegar við komum til baka. Brrrrrr...veturinn er að næsta leiti!!!
mánudagur, september 18, 2006
Guð var svo góður...
...að hann gaf mér skít í stað heila.
Þessa snilldar setningu átti hún Guðrún systir mín í gær. Hún er eitthvað pirruð á stærðfræðinni þessi elska. Ég skil hana svooooo vel!!!
Var að skrá mig á námskeið, gaman :) Þetta mun vera meðgöngujóga-námskeið og ég byrja á mánudaginn. Ég var búin að skrá mig á annað námskeið í Lótus-setrinu en þar var biðtíminn til að komast að um 6-8 vikur. Mig langði svo að byrja núna strax þannig að ég fór bara á stúfana, á internetinu, og fann mér annað námskeið. Þetta námskeið er í Leikhöllinni í Hólmgarði í Bústaðahverfinu. Vissi ekki einu sinni að það væri fyrirtæki staðsett í Hólmgarði!!! Eníhú þá er hægt að fara síðan seinna meir á ungbarnanudd-námskeið þarna og alls konar. Bara gaman að því.
Hver fór á Nick Cave tónleikana á laugardaginn??? Ég fór!!! En mér hefði verið nákvæmlega sama þótt ég hefði misst af þeim. Dísús...ekki alveg það sem ég bjóst við og ég var nú bara í hálfgerðu sjokki!!! Maðurinn er bara búinn að pönka sig upp og þetta voru sko ekki notalegir tónleikar eins og maður átti von á. Ég hefði sennilega ekki þekkt "Henry Lee" ef hann hefði ekki kynnt það lag!!! Fjúff eyrunum mínum ofbauð að minnsta kosti mikið!!!
Jæja kominn tími á að hypja sig heim. Ætla að halda áfram að vera duglega að sauma útí skírnarkjólinn minn. Alveg að verða búin með verkið og held að ég verði bara mjög sátt við útkomuna...alla vega er ég sátt með það sem komið er só far.
Og bæ thö vei þá eru tæpar 3 vikur í að ég verði í Kaupmannahöfn með allri minni yndislegu fjölskyldu og unnusta og mági. Vúhú bara stuð á okkur sko!!!
Þessa snilldar setningu átti hún Guðrún systir mín í gær. Hún er eitthvað pirruð á stærðfræðinni þessi elska. Ég skil hana svooooo vel!!!
Var að skrá mig á námskeið, gaman :) Þetta mun vera meðgöngujóga-námskeið og ég byrja á mánudaginn. Ég var búin að skrá mig á annað námskeið í Lótus-setrinu en þar var biðtíminn til að komast að um 6-8 vikur. Mig langði svo að byrja núna strax þannig að ég fór bara á stúfana, á internetinu, og fann mér annað námskeið. Þetta námskeið er í Leikhöllinni í Hólmgarði í Bústaðahverfinu. Vissi ekki einu sinni að það væri fyrirtæki staðsett í Hólmgarði!!! Eníhú þá er hægt að fara síðan seinna meir á ungbarnanudd-námskeið þarna og alls konar. Bara gaman að því.
Hver fór á Nick Cave tónleikana á laugardaginn??? Ég fór!!! En mér hefði verið nákvæmlega sama þótt ég hefði misst af þeim. Dísús...ekki alveg það sem ég bjóst við og ég var nú bara í hálfgerðu sjokki!!! Maðurinn er bara búinn að pönka sig upp og þetta voru sko ekki notalegir tónleikar eins og maður átti von á. Ég hefði sennilega ekki þekkt "Henry Lee" ef hann hefði ekki kynnt það lag!!! Fjúff eyrunum mínum ofbauð að minnsta kosti mikið!!!
Jæja kominn tími á að hypja sig heim. Ætla að halda áfram að vera duglega að sauma útí skírnarkjólinn minn. Alveg að verða búin með verkið og held að ég verði bara mjög sátt við útkomuna...alla vega er ég sátt með það sem komið er só far.
Og bæ thö vei þá eru tæpar 3 vikur í að ég verði í Kaupmannahöfn með allri minni yndislegu fjölskyldu og unnusta og mági. Vúhú bara stuð á okkur sko!!!
fimmtudagur, september 07, 2006
Búmmtjaka búmbúm búmm...
...elsku bílinn minn blái.
Minn bíll er reyndar hvítur og hann virðist stundum vera nánast ósýnilegur í umferðinni. Alla vega er ansi oft búið að næstum því keyra mig niður á honum. Spurning að láta sprauta hann rauðan svo að það sé ekki bara horft í gegnum mann...hmmm...
Ég sá lögguna vera að taka einhvern á rosa flottum Audi áðan, fór nú ekki fram hjá mér þar sem löggan svínaði rosalega á mig bara til að geta keyrt inn á planið hjá McDonald's á eftir Audi bílnum. Ætli ökumaðurinn hafi ekki verið að tala í símann eða eitthavð álíka. Það er víst átak í að taka fólk á malinu þessa dagana.
Annars er ég bara ein í kotinu þessa dagana. Biggi fór í veiðiferð í gærkvöld með vinnunni. Fuglar að veiða fisk...svolítið skondið sko ;) Hann kemur svo upp úr hádegi á morgun og við ætlum að fara annað kvöld í bústað. Ekki til að slappa af...nei nei...með öll systkyn Bigga. Verðum 9 talsins frá aldrinum 8-24 ára. Held nú að það verði stuð á okkur!!! Biggi ætlar að reyna að fara að veiða með allt liðið, vona bara að það verði ekki mikil rigning...brrrr
Wehell...nenni ekki að bulla meir er að sofna hérna við skrifborðið mitt...zzzz...og þarf svo að fara í Bónus eftir vinnu og versla ofan í allan skarann...ennþá meira zzzzzz. Málið er að fara snemma að sofa í kvöld takk fyrir.
Góða nótt þó klukkan er bara 14
Minn bíll er reyndar hvítur og hann virðist stundum vera nánast ósýnilegur í umferðinni. Alla vega er ansi oft búið að næstum því keyra mig niður á honum. Spurning að láta sprauta hann rauðan svo að það sé ekki bara horft í gegnum mann...hmmm...
Ég sá lögguna vera að taka einhvern á rosa flottum Audi áðan, fór nú ekki fram hjá mér þar sem löggan svínaði rosalega á mig bara til að geta keyrt inn á planið hjá McDonald's á eftir Audi bílnum. Ætli ökumaðurinn hafi ekki verið að tala í símann eða eitthavð álíka. Það er víst átak í að taka fólk á malinu þessa dagana.
Annars er ég bara ein í kotinu þessa dagana. Biggi fór í veiðiferð í gærkvöld með vinnunni. Fuglar að veiða fisk...svolítið skondið sko ;) Hann kemur svo upp úr hádegi á morgun og við ætlum að fara annað kvöld í bústað. Ekki til að slappa af...nei nei...með öll systkyn Bigga. Verðum 9 talsins frá aldrinum 8-24 ára. Held nú að það verði stuð á okkur!!! Biggi ætlar að reyna að fara að veiða með allt liðið, vona bara að það verði ekki mikil rigning...brrrr
Wehell...nenni ekki að bulla meir er að sofna hérna við skrifborðið mitt...zzzz...og þarf svo að fara í Bónus eftir vinnu og versla ofan í allan skarann...ennþá meira zzzzzz. Málið er að fara snemma að sofa í kvöld takk fyrir.
Góða nótt þó klukkan er bara 14
þriðjudagur, september 05, 2006
Fréttir af mér og mínum
Jæja þá er það orðið opinbert...lítill erfingi væntanlegur!! Áætlaður komudagur er 8. mars 2007. Mikill léttir að þetta er orðið opinbert og fer að verða ómögulegt að leyna þessu mikið lengur hvort eð er. Við erum að sjálfsögðu í skýjunum yfir þessu, ekki annað hægt sko :) Maður verður nú að vera virkur þátttakandi í óléttukeðjunni í saumaklúbbnum. Ég er núna þriðja í röð án þess að keðjan slitnar svo það er komin pressa á hinar skvísurnar að viðhalda þessu ;)
Jæja ekki meira að frétta í bili. Enda er þetta það stór frétt að hún fær alveg sér færslu ;)
Jæja ekki meira að frétta í bili. Enda er þetta það stór frétt að hún fær alveg sér færslu ;)
mánudagur, september 04, 2006
Og það var...
...STRÁKUR!!! Já Hrönn mín er búin að eiga lítinn strák rúmum þremur vikum fyrir tímann. Hann var greinilega ekkert að grínast með að honum lægi á í heiminn. Hann var nú samt engin písl miðað við að hann kom svona aðeins fyrr. Held að ég hafi reiknað rétt út úr grömmunum að hann sé 12 og hálf mörk. Glæsilegt það! Sama dag var ég í brúðkaupinu hjá Ingu Maríu og Ingó. Sem var bæ thö vei ekkert smá glæsilegt. Allir svo glaðir og sælir og ljómuðu alveg hreint. Fólkið var pínulítið stressað í kirkjunni en geisluðu alveg hreint af hamingju og ást til hvors annars.
Innilega til hamingju Inga María og Ingó með þennan flotta dag :)
Innilega til hamingju Hrönn og Haukur með yndislega prinsinn ykkar, sem ég hlakka ekkert smá til að sjá ;)
Innilega til hamingju Inga María og Ingó með þennan flotta dag :)
Innilega til hamingju Hrönn og Haukur með yndislega prinsinn ykkar, sem ég hlakka ekkert smá til að sjá ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)