Við Biggi ætluðum að ættleiða litla kisustelpu, en það er víst ekki hægt lengur :( Biggi fór í ofnæmispróf í gær og er líka með svona svaðalegt ofnæmi. Hann er líka með svolítið hundaofnæmi. Arrrggg...ég sem er svo mikil kisukerling :( Við vorum búin að finna litla sæta kisu og ég var farin að hugsa um nafn á hana og alles...ekki gat ég nú látið hana halda áfram að heita Pétur ;) En svona fór um sjóferð þá :S Bigga leist meira að segja rosalega vel á þessa kisu...fannst hún sæt og skemmtileg. Ojæja við fáum okkur þá bara gullfisk sem ég get nefnt Kisa. Það er a.m.k. eitthvað...ha er það ekki?
Uss mér finnst það nú vera smá veikleikamerki að vera með ofnæmi...segi ég sem er með ofnæmi fyrir snakki af öllu!!!
Annars er það bara Laugavatn á morgun og fram á sunnudag með familíunni. Það er hin árlega fjölskylduferð í minni fjölskyldu. Alltaf gaman að fara öll saman í útilegu. Vona bara að það mæti sem flestir :D
Svo eru Íris, Óli og Mikael að koma óvænt á þriðjudaginn í næstu viku og verða út sumarið...jeij...ég hoppaði næstum í loft upp þegar ég fékk þessar fréttir!!!! Þau ætluðu ekki að koma fyrr en í ágúst og Íris ætlaði meira að segja að koma 17. ágúst. Nú fer sko sumarið loksins að byrja ;)
Jæja ætla að halda áfram að væla yfir kisuleysinu...búhú :(
adju og mjá
3 ummæli:
Biggi gallagripur...kaupa nýjan!
æi leiðinlegt...en er ekki Biggi soldill tiger í sér;) hehehe hann er örugglega til í að klóra smá í þig...heheh en ég bjalla í þig í næstu viku, verð þri, mið og fim... hilsen
formlegt afmælisboð!
Jórunn skvísa og Biggi cowboy eru boðin í kúrekaveislu í tilefni 25 ára afmælis stonie balóní og verður hún í sveitinni...kl 21:00 þann 12 ágúst-country klæðnaður skilyrði-þetta er ekki grín!:)
steinunn
Skrifa ummæli