Já lömbin mín, lífið í Danmörku er sko ljúft. Við erum alveg á tíu stjörnu hóteli hérna á Immanuelsvej í Kolding. Hótelstjórarnir eru sko yndislegir (Unnur og Danni sko ;)). Við lentum á miðvikudaginn rétt eftir hádegi og þurftum að bíða leeeeennnnnngggggiiiii eftir annarri töskunni okkar. Við keyrðum svo beint niðrá Langelinje og fórum á útsölumarkaðinn þar. Ég fann mér einar Levi's buxur og gráa hettupeysu, sem er strax orðin uppáhaldspeysan mín. Svo keyrðum við til Lynby og heilsuðum upp á Áslaugu frænku okkar. Við vorum svo komin hérna til Kolding um kvöldið. Á fimmtudaginn keyrðum við yfir til Þýskalands, á leiðinni sýndi Danni okkur bygginguna sem hann hefur verið að vinna við að teikna rafmagn og dóterí. Vahá hvað þetta var stórt og hús og verður rosalega flott þegar það verður tilbúið. Í Flensburg í Þýskalandi röltum við aðeins um og settumst svo niður og fengum okkur gott að borða. Okkur tókst líka að finna Eis Cafe og við Unnur og Biggi fengum okkur Spaghetti-eis...ó the memories síðan '94 þegar við vorum heilt sumar í suður-Þýskalandi. Við fórum svo og keyptum fullt af bjór og fullt af gosi :) Svo var ferðinni haldið heim á leið.
Jæja ég ætla að setjast fram til hinna og fá mér morgunmat. Skrifa restina seinna.
Hej hej
3 ummæli:
úúúúúú gaman :D bíð spennt eftir restinni ;)
knúúúúúús :*
koma svo.......þú verður að segja frá rómantíkinni í danmörku :D
Fáum við ekki framhald á ferðasöguna????? og eitthvað fleira kannski :-)
Skrifa ummæli