...byrjar vel!!!
Og þá meina ég ekki í kaldhæðni. Ég er búin með sokkana á Hrafn og er núna að rembast við að klára þessa 10 cm sem ég á eftir af peysunni á mig áður en ég get farið að hekla kantinn og ermarnar. Allt að gerast. Set inn mynd af sokkunum á morgun. Klukkan er allt of margt núna og myndavélin hefur ekki meira pláss fyrir nýjar myndir.
Kv, Jórunn (one down, million to go ;))
update: hér kemur loksins myndin
þriðjudagur, janúar 22, 2008
sunnudagur, janúar 20, 2008
Hannyrðablogg
Jæja nú ætla ég að reyna að halda áfram með þetta blogg. Er að spá í að gera þetta að hannyrðabloggi mínu þar sem ég kem með update á því sem ég er að vinna að og set kannski myndir af fullbúnum afurðum.
Það sem ég er með á prjónunum þessa dagana er eiginlega allt of margt. T.d. er ég að gera peysu á mig, eiginlega ermar. Sokka á Hrafn, búin með annan. Er að hekla sjal og teppi. Svo var ég hálfnuð með að prjóna peysu á Hrafn en svo kom í ljós að hún var of lítil. Það gerir ekki til því það eru að fæðast svo mörg börn í kringum mig á næstunni ;) Ji ég man ekki meira, en ég á auðvita eitthvað af óunnu harðangurs og klausturs diskamottum og servíettuhringjum síðan úr Hússtjórnarskólanum. Markmiðið er að klára allt sem ég er byrjuð á og finna mér svo ný spennandi verkefni. Ég er sérlega spennt að klára þessa peysu mína. Hún er svo ferlega sæt.
Það koma inn spennandi fréttir af kláruðum verkefnum hérna vonandi á næstu dögu :D
Kv, Jórunn og handavinnufjallið ;)
Það sem ég er með á prjónunum þessa dagana er eiginlega allt of margt. T.d. er ég að gera peysu á mig, eiginlega ermar. Sokka á Hrafn, búin með annan. Er að hekla sjal og teppi. Svo var ég hálfnuð með að prjóna peysu á Hrafn en svo kom í ljós að hún var of lítil. Það gerir ekki til því það eru að fæðast svo mörg börn í kringum mig á næstunni ;) Ji ég man ekki meira, en ég á auðvita eitthvað af óunnu harðangurs og klausturs diskamottum og servíettuhringjum síðan úr Hússtjórnarskólanum. Markmiðið er að klára allt sem ég er byrjuð á og finna mér svo ný spennandi verkefni. Ég er sérlega spennt að klára þessa peysu mína. Hún er svo ferlega sæt.
Það koma inn spennandi fréttir af kláruðum verkefnum hérna vonandi á næstu dögu :D
Kv, Jórunn og handavinnufjallið ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)