fimmtudagur, mars 08, 2007
Biggi er...
...algjört gull!!! Maðurinn er bara bestastur og yndislegastur!!! Viljið þið vita af hverju? Ég fékk heilnudd í gærkvöld og það er bara ekki hægt að óska sér neitt betra þegar maður er óléttur og þreyttur. Þetta nuddnámskeið sem hann fór á er bara snilld. Mæli með því að allir verðandi feður skelli sér á eitt stykki svoleiðis!!! Algjört möst.
miðvikudagur, mars 07, 2007
Hvaðan koma....
...húsflugur á veturnar? Þetta veldur mér hugarangri. Ég galopnaði allt hérna í gær því mér var vel heitt. Enda skein sólin svo fallega inn um stóru stofugluggana mína. Svo sé ég þessa litlu húsflugu hér á röltinu. Hún hafði þá bara boðið sjálfri sér inn, dóninn. Ég átti ekki einu sinni til kaffi og með því fyrir hana greyið. Hún er hér enn og bíður og vonar að hún fái eitthvað almennilegt að borða en ekki verður henni að ósk sinni frekar en fyrri daginn.
Ætla að óska afmælisbarni dagsins til hamingju: Til hamingju með afmælið Jóhanna mín!!!! Ég hlakka til að smakka á frönsku súkkulaðikökunni á eftir...nammi namm
Ætla að óska afmælisbarni dagsins til hamingju: Til hamingju með afmælið Jóhanna mín!!!! Ég hlakka til að smakka á frönsku súkkulaðikökunni á eftir...nammi namm
fimmtudagur, mars 01, 2007
Stefnumot a miðvikudegi
Núna erum við að nýta tímann og njóta þess að vera bara tvö. Fórum því í gær út að borða á Tivoli. Það var nú ekki mikið að gera þar, enginn þar inni þegar við komum. Ég fékk svona 2 fyrir 1 með nýjasta Gestgjafanum og það var nú ágætt að ég fékk svoleiðis því mér fannst maturinn sem ég pantaði mér ekkert sérstakur. Tagliatelli með kjúklingabringu og gorganzola sósu. Kjúklingurinn var frekar gúmmíkenndur :/ Biggi fékk sér lambakjöt og það var fínt en ekkert svona kannski geggjað, en við þurftum bara að borga fyrir matinn hans þar sem hann var dýrari en minn. Svo ætluðum við að fara á Lækjarbrekku og fá okkur Créme Brulé, eða hvernig það er skrifað. En svo komumst við að því að þeir eru hættir að gera svoleiðis og þvílík synd því ég hef ekki fengið eins gott Créme Brulé eins og á Lækjarbrekku. Við týmdum svo eiginlega ekki að borga meira en þúsund kall fyrir eftirrétt svo við fórum bara og fengum okkur vesturbæjarís og tókum með heim og borðuðum yfir tveimur þáttum af Dexter. Erum að byrja að horfa á þá þætti og ég verð að segja að fyrstu tveir lofuðu mjög góðu :)
Annars er allt í rólegheitum hjá mér. Tek bara einn dag í einu og reyni að sofa eins mikið og ég get, er ekkert að sofa út eins og ég gat þegar ég var unglingur. Svo set ég mér fyrir lítil verkefni á hverjum degi svo ég eyði ekki heilu dögunum í það að horfa bara á sjónvarp. Núna er t.d. verkefni dagsins að setja í eina þvottavél, taka niður af snúrunum og þvo það sem ég þarf að handþvo. Brjálað að gera í Hlíðarhjalla ;)
Annars er allt í rólegheitum hjá mér. Tek bara einn dag í einu og reyni að sofa eins mikið og ég get, er ekkert að sofa út eins og ég gat þegar ég var unglingur. Svo set ég mér fyrir lítil verkefni á hverjum degi svo ég eyði ekki heilu dögunum í það að horfa bara á sjónvarp. Núna er t.d. verkefni dagsins að setja í eina þvottavél, taka niður af snúrunum og þvo það sem ég þarf að handþvo. Brjálað að gera í Hlíðarhjalla ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)