Helgin var svona beggja blands. Á laugardaginn fór ég með Hrönn í búðarráp. Fórum í Kringluna og röltum búð úr búð. Takmarkið var að finna skó á Hrönn og bikiní á mig. Ég fann bikiníið í fyrstu búðinni sem ég fór í, Útilíf. Þannig að ég er reddí í meðgöngusundið á fimmtudaginn :) En það var ekki svo auðvelt með skóna. Þegar við vorum blessunarlega búnar að fara í allar skóbúðirnar hringdi Haukur og þá var Kristinn Ari vaknaður og vildi sko fá mömmu sína heim takk fyrir. Svo gert var stopp til að hvíla lúin bein, næra sig og Kristinn. Svo þegar hann var farinn aftur út að lúlla fórum við í Smáralind og héldum áfram leiðangrinum. Hrönn fann á endanum hrikalega flott stígvél, reyndar svolítið meira spari en hún hafði hugsað sér. Hún fór svo daginn eftir og keypti þau...vúhú gella ;)
Við Biggi ákváðum að skella okkur í bíó á Mýrina um kvöldið. Vorum mætt í Smáralindina svona ca 5-10 mínútum áður en myndin átti að byrja. Viti menn það var þvílíka röðin...við sem héldum að allir væru bara á djamminu. Við fengum þó miða en Hulda og Gummi (vinir Bigga) fengu ekki miða og þau voru rétt fyrir aftan okkur í röðinni. Við gátum reyndar ekki setið saman :S ég sat í sætinu beint fyrir ofan Bigga, spes. Myndin var mjög góð og gaman að sjá íslenska mynd í þessum standard.
Biggi þurfti svo að vinna líka á sunnudeginum, eins og á lau. Þannig að ég ákvað að nýta daginn í þrif. Þreif alla íbúðina hátt og lágt, skipti um á rúminu og þreif rimlagardínurnar í stofunni. Ég hreinlega gat ekki stoppað mig!!! Eldaði svo dýrindis spaghetti og hakkbollur með pastasósu...nammi namm og naut þess að sitja í hreina sófanum mínum og anda að mér hreina loftinu í íbúðinni :)
Þannig var nú helgin mín, hvernig var helgin þín?
þriðjudagur, október 31, 2006
þriðjudagur, október 24, 2006
Ný síða
Ég er búin að búa til meðgöngusíðu á barnalandi. Ákvað að gera það því ég vil nú kannski ekki að allir séu að lesa eitthvað sem stendur mér svona rosalega nærri slóðin er http://www.barnaland.is/barn/49471 og síðan er að sjálfsögðu harðlæst svo þið þurfið að senda mér tölvupóst til að fá aðgang. Ég set svo myndir þarna inn, sónar og skelfingarbumbumyndir ;) Ég er svo gleymin þannig að ef ég ætla að muna eitthvað eftir meðgöngunni seinna meir er þetta eina leiðin ;)
Ég vil líka endilega biðja ykkur sem vitið leyniorðið að láta það ekki berast. Segið fólki sem hefur áhuga að senda mér tölvupóst því ég vil vita hverjir lesa þetta. Bara smá regla sem ég vil hafa þarna á. Og endilega skrifið í gestabókina :D
Ég vil líka endilega biðja ykkur sem vitið leyniorðið að láta það ekki berast. Segið fólki sem hefur áhuga að senda mér tölvupóst því ég vil vita hverjir lesa þetta. Bara smá regla sem ég vil hafa þarna á. Og endilega skrifið í gestabókina :D
mánudagur, október 23, 2006
Skýrslan
Þá erum við búin í 20. vikna sónarnum. Allt leit mjög vel út og allt á sínum stað. Fyndið að fá að sjá litla heilann í barninu og nýrun og þvagblöðruna og alles. Krílið var nú þvílíka krúttið og gerði smá kúnstir fyrir okkur, lagði hönd á vanga, alveg eins og svefnstellingin mín er. Jeij það fær þá eitthvað frá mér!!! Alveg merkilegt hvað maður getur séð á þessum myndum, mér sýnist óhakan mín ekki erfast, sem betur fer. Óhaka er s.s. engin haka fyrir þá sem ekki náðu þessu orðalagi mínu :)
Mamma og mamma hans Bigga fengu að vera hjá okkur og fyndið að heyra í þeim...öll jiii-in og flissið...haha...veit ekki hverjir voru spenntastir. Það var ljósmóðurnemi hjá okkur sem fékk að spreyta sig eftir að ljósan var búin að finna allt, þannig að við fengum að vera extra lengi. Bara gaman en mér var orðið ansi kalt á maganum...brrr...alveg við frostmark.
En jæja við fengum líka að vita kynið. Báðum um að fá að vita það ef krílið vildi sýna okkur. Ljósan hélt það nú, það væri nú þegar búið að sýna henni það strax. Og þarna var lítill tippalingur eins og ljósan sagði. Mjög fyndið að sjá þetta svona á risa sjónvarpsskjá...haha. Þannig að við eigum von á litlum prins 12. mars. En mér var seinkað um 4 daga. Ekki alveg það sama og mínir útreikningar, skv. þeim hefði átt að flýta okkur um 2-3 daga en jæja vika til eða frá er nú ekki mikið og svo kemur pjakkurinn örugglega bara nákvæmlega þegar honum hentar.
Jæja þetta var skýrsla föstudagsins :D
Mamma og mamma hans Bigga fengu að vera hjá okkur og fyndið að heyra í þeim...öll jiii-in og flissið...haha...veit ekki hverjir voru spenntastir. Það var ljósmóðurnemi hjá okkur sem fékk að spreyta sig eftir að ljósan var búin að finna allt, þannig að við fengum að vera extra lengi. Bara gaman en mér var orðið ansi kalt á maganum...brrr...alveg við frostmark.
En jæja við fengum líka að vita kynið. Báðum um að fá að vita það ef krílið vildi sýna okkur. Ljósan hélt það nú, það væri nú þegar búið að sýna henni það strax. Og þarna var lítill tippalingur eins og ljósan sagði. Mjög fyndið að sjá þetta svona á risa sjónvarpsskjá...haha. Þannig að við eigum von á litlum prins 12. mars. En mér var seinkað um 4 daga. Ekki alveg það sama og mínir útreikningar, skv. þeim hefði átt að flýta okkur um 2-3 daga en jæja vika til eða frá er nú ekki mikið og svo kemur pjakkurinn örugglega bara nákvæmlega þegar honum hentar.
Jæja þetta var skýrsla föstudagsins :D
föstudagur, október 13, 2006
Vááááá....
...hvað tíminn er fljótur að líða. Ég hélt að hann myndi gjörsamlega bara standa í stað þar sem ég er að bíða eftir að líf mitt breytist algjörlega í mars. Á fimmtudaginn verð ég hálfnuð með meðgönguna!! Mér finnst svo stutt síðan ég var að pissa á einhvern pinna og beið eftir að sjá hann vera neikvæðan, var ekki alveg að trúa því að nokkuð væri að gerast. En viti menn blússandi jákvætt og margt gengið á síðan á þessum stutta tíma. Þá er bara að vona að næstu 20 vikur verði líka svona fljótar að líða því við erum orðin svo spennt að sjá þennan litla einstakling sem heldur partí í bumbunni minni. Hvernig mun það líta út, verður það líkara mér eða Bigga eða bara engum? Verður það með hár og þá dökkt eða ljóst? Hversu krúttlegar verða tærnar og puttarnir? Dísús...og svo er allt dóteríið sem fylgir litlu barni sem þarf annað hvort að fjárfesta í eða fá lánað. Hvernig í ósköpunum á maður að vita hvað þarf?? Nægur tími til að fara yfirum en ef sá tími verður svona fljótur að líða þá á ég eftir að fara heim með barnið í poka og láta það sofa í kommóðuskúffu...hehe. Nei ég segi bara svona. Bara miklar pælingar í gangi þessa dagana og við erum orðin spennt fyrir því að fara í sónar eftir viku. Við ætlum að athuga hvort krílið vill sýna okkur hvort það er strákpjakkur eða stelpurófa svo nú er rétti tíminn til að setja veðmálin í gang.
Hverjir segja strákur og hverjir segja stelpa???? Put it in the comment please :)
Hverjir segja strákur og hverjir segja stelpa???? Put it in the comment please :)
þriðjudagur, október 10, 2006
Kaupmannahöfn
Nú er ég farin og komin frá Kaupmannahöfn. Þetta var styðsta ferð sem ég hef farið út fyrir landsins steina, en ein af þeim betri þrátt fyrir það. Það var bara yndislegt að geta verið í afslöppun og þó miklu labbi með allri fjölskyldunni. Unnur knúsaði bumbubúann vel og varð óvart sú fyrsta sem fann hreyfingarnar, fyrir utan mig. Ég er nú búin að vera með smá samviskubit yfir því að hún hafi fundið hreyfingarnar á undan Bigga, en ég get ekkert að því gert. Sorrý elsku Biggi minn. Þú ert greinilega bara með þykkari húð eða eitthvað svoleiðis í lófunum :(
Það var margt brasaði í Kóngsins Köben. Við vorum mætt seint á föstudagskvöldi og tókum lestina til Valby. Ákváðum að taka leigubíl frá lestastöðinni þar sem við rötuðum ekki í íbúðina. Leigubílstjórarnir vissu nú ekki heldur hvar hún væri þrátt fyrir að vera gefin upp heimilisfangið. Endaði með að við Biggi sögðum við bílstjórann: "just follow that car". Hann skildi það með herkjum innflytjandinn. Eftir mjög svo stutta bílferð komum við í íbúðina og settumst í sófana, mamma og pabbi bönkuðu þá uppá hjá nágrannakonu Ástu frænku því hún átti að vera með lykilinn að herberginu í kjallaranum sem við fengum aðgang að. Hún var svo ekkert heima og þá voru nú góð ráð dýr því við vorum ekki með símann hjá henni og svolítið erfitt að hringja til Kína þegar maður veit ekki alveg hvað klukkan væri hjá Ástu frænku. Pabbi hringdi þá í Sillu frænku til að fá símann hjá Tinnu frænku ef ske kynni að hún vissi símann hjá Elínu, nágrannakonunni. Tinna var ekki með símann en ætlaði að athuga hvort önnur vinkona Ástu væri með símann hjá henni. Sú téða vinkona ansaði ekki í símann svo Tinnu datt svo snilldarlega í hug að pabbi myndi athuga í póstkassann hennar Ástu og viti menn, þar var lykillinn ásamt miða með orðsendingu. Jeij fyrir Tinnu :) Svo komu Unnur og Danni ásamt vinum sínum Emblu og Eiríki sem fylgdu þeim til okkar.
Á laugardeginum var ræs mjög snemma, eða um kl. 8. Ferðinni var nefnilega heitið í Field's. Við kjarnafjölskyldan vorum svo ekki mætt þangað fyrr en um kl. 11, strákarnir fóru í smá útréttingar. Ég skemmti mér nú ekki vel í þessu molli og leið bara frekar illa þar. Var þreytt og illt í fótunum mínum. Svo var mikill hávaði því það var einhver tískusýning, og allt of heitt!! En ég náði samt að versla mér aðeins í H&M, reyndar ekkert í bíðufatadeildinni (ventetoj=óléttuföt). Svo kíktum við Biggi aðeins í Next, engin bíðuföt þar, en við keyptum pínkulítið á krílið. Samfellur og lítið sett, buxur og peysa...krúttlegast!!! Við héldum svo öll heim á leið þreytt og sumir með poka í farteskinu. Slökuðum svo á þar til við þurftum að hafa okkur til og koma okkur yfir til Svíþjóðar. Þurftum svo að standa alla leiðina til Malmö, um 30 mínútur því lestin var sneisafull af Svíum á heimleið. Fundum svo mjög fljótt veitingastaðinn sem betur fer því það var farið að rigna á okkur. Verð bara að segja það að þetta var besta máltíð sem ég hef á ævi minni borðað, fékk mér piparsteik sem var bara þvílíkt góð og Créme Brulé í eftir mat...ammi nammi namm!!!! Yndislegt alveg hreint.
Við ákváðum að fara á sunnudeginum í dýragarðinn, löbbuðum því hann var bara rétt fyrir ofan íbúðina. Sáum öll fínu dýrin og birnirnir og ísbjörnin voru skemmtilegastir, ísbjörninn sýndi þvílíka takta, hef bara aldrei séð dýragarðsdýr á eins miklu iði. Tók fullt af myndum af dýrunum. Danni þurfti svo að halda heim á leið til Kolding, en Unnur tók þá góðu ákvörðun að vera einum degi lengur og sagði bara skóli smóli!!! Hehehe. Allir voru þreyttir eftir allt röltið í dýragarðinum svo það var tekin sú ákvörðun að fara bara í 7/11 og kaupa drykkjarföng og sækja pizzu á bakaleiðinni. Svo spiluðum við, öll nema pabbi því hann er ekki mikill spilakarl. Við spiluðum Ólsen, Pesten og Bullshit. Mamma snilli lét okkur gráta úr hlátri, hélt ég myndi kafna á tímabili og á öðru tímabili var ég næstum farin að gráta í alvörunni, veit ekki alveg af hverju en ég bara gat ekki hætt að hlægja og þá fór ég að hugsa hvað það getur verið stutt milli hláturs og gráturs og þá allt í einu vissi ég ekki alveg hvort ég ætti að vera að gera, hmmm...hormones!!! Ég sleppti því samt snarlega að gráta því það hefði bara hreinlega ekki verið kúl og hélt mig við það að hlægja.
Á mánudeginum fórum við svo í bæinn. Röltum um Strikið og fórum upp á Nörreport til að reyna að finna pensla fyrir vatnslitamálningarnámskeiðið hennar mömmu. Það skilaði ekki árangri. Kvöddum svo fólkið um kl. 16 og fórum og hittum Gumma Snorra æskuvin Bigga. Við ákváðum að fara á Ripley's Belive it or Not safnið, en við vorum mikið að pæla í að fara þangað um páskana en létum ekki verða af því. Gummi Snorri hafði einmitt oft verið í sömu pælingum svo við bara skelltum okkur. Þetta olli því að mér varð mikið illt í fótunum og í bakinu líka, úff. Röltum svo upp á Strikið og setumst niður og fengum okkur vökva til að svala þorstanum. Fórum svo á pizzastað nálægt lestarstöðinni, ekki besta pizza sem ég hef fengið en lét mig hafa það. Þegar við sóttum svo töskurnar voru fullt af Íslendingu að brasa við að koma öllu draslinu sem þau höfðu keypt í bænum í töskurnar. Við keyptum okkur reyndar líka aðeins á Strikinu en höfðum sem betur fer meira en nóg af lausu plássi. Í lestinni á leiðinni á Kastrup voru mikil læti í íslenskum kerlingum á leiðinni heim líka...dísús lætin maður. Við reyndum að vera á undan þeim í check-in en það tókst ekki því við þurftum að ná miðunum okkar úr hólfi framan á annarri ferðatöskunni. Kerlingarnar lentu að sjálfsögðu í vandræðum því þrjár af þeim voru að tékka sig inn saman og þær voru samtals með rúmum 30 kg. meira en leyfilegt var og voru svo bara hissa og pirraðar yfir að konan ætlaði að rukka þær fyrir yfirviktina, 100 Dkk fyrir hvert kíló. Við sáum þær svo uppi þar sem þær voru að tala við fólk og þeim tókst að komast hjá því að borga með einhverri lagni. Erum að tala um að þær voru búnar að opna allar töskurnar til að "hagræða" til að létta þær. Bara fyndið. Flugið var svo óþæginlegt í alla staði, of heitt, illt í fótum og gat ekki sofið. Svo nú er ég þreytt en tókst samt að skrifa lengstu bloggfærslu sem ég hef nokkurn tíma skrifa...og mun nokkurn tíma skrifa.
Ég ætla ekki að skrifa lengur því þetta er orðið óeðlilega langt. Til hamingju þú þessi eina hræða sem nenntir að lesa þetta allt. Því miður eru engin verðlaun í boði, nema kannski Freyju möndlur ef þú nennir að kíkja í heimsókn í Kópavoginn ;)
Það var margt brasaði í Kóngsins Köben. Við vorum mætt seint á föstudagskvöldi og tókum lestina til Valby. Ákváðum að taka leigubíl frá lestastöðinni þar sem við rötuðum ekki í íbúðina. Leigubílstjórarnir vissu nú ekki heldur hvar hún væri þrátt fyrir að vera gefin upp heimilisfangið. Endaði með að við Biggi sögðum við bílstjórann: "just follow that car". Hann skildi það með herkjum innflytjandinn. Eftir mjög svo stutta bílferð komum við í íbúðina og settumst í sófana, mamma og pabbi bönkuðu þá uppá hjá nágrannakonu Ástu frænku því hún átti að vera með lykilinn að herberginu í kjallaranum sem við fengum aðgang að. Hún var svo ekkert heima og þá voru nú góð ráð dýr því við vorum ekki með símann hjá henni og svolítið erfitt að hringja til Kína þegar maður veit ekki alveg hvað klukkan væri hjá Ástu frænku. Pabbi hringdi þá í Sillu frænku til að fá símann hjá Tinnu frænku ef ske kynni að hún vissi símann hjá Elínu, nágrannakonunni. Tinna var ekki með símann en ætlaði að athuga hvort önnur vinkona Ástu væri með símann hjá henni. Sú téða vinkona ansaði ekki í símann svo Tinnu datt svo snilldarlega í hug að pabbi myndi athuga í póstkassann hennar Ástu og viti menn, þar var lykillinn ásamt miða með orðsendingu. Jeij fyrir Tinnu :) Svo komu Unnur og Danni ásamt vinum sínum Emblu og Eiríki sem fylgdu þeim til okkar.
Á laugardeginum var ræs mjög snemma, eða um kl. 8. Ferðinni var nefnilega heitið í Field's. Við kjarnafjölskyldan vorum svo ekki mætt þangað fyrr en um kl. 11, strákarnir fóru í smá útréttingar. Ég skemmti mér nú ekki vel í þessu molli og leið bara frekar illa þar. Var þreytt og illt í fótunum mínum. Svo var mikill hávaði því það var einhver tískusýning, og allt of heitt!! En ég náði samt að versla mér aðeins í H&M, reyndar ekkert í bíðufatadeildinni (ventetoj=óléttuföt). Svo kíktum við Biggi aðeins í Next, engin bíðuföt þar, en við keyptum pínkulítið á krílið. Samfellur og lítið sett, buxur og peysa...krúttlegast!!! Við héldum svo öll heim á leið þreytt og sumir með poka í farteskinu. Slökuðum svo á þar til við þurftum að hafa okkur til og koma okkur yfir til Svíþjóðar. Þurftum svo að standa alla leiðina til Malmö, um 30 mínútur því lestin var sneisafull af Svíum á heimleið. Fundum svo mjög fljótt veitingastaðinn sem betur fer því það var farið að rigna á okkur. Verð bara að segja það að þetta var besta máltíð sem ég hef á ævi minni borðað, fékk mér piparsteik sem var bara þvílíkt góð og Créme Brulé í eftir mat...ammi nammi namm!!!! Yndislegt alveg hreint.
Við ákváðum að fara á sunnudeginum í dýragarðinn, löbbuðum því hann var bara rétt fyrir ofan íbúðina. Sáum öll fínu dýrin og birnirnir og ísbjörnin voru skemmtilegastir, ísbjörninn sýndi þvílíka takta, hef bara aldrei séð dýragarðsdýr á eins miklu iði. Tók fullt af myndum af dýrunum. Danni þurfti svo að halda heim á leið til Kolding, en Unnur tók þá góðu ákvörðun að vera einum degi lengur og sagði bara skóli smóli!!! Hehehe. Allir voru þreyttir eftir allt röltið í dýragarðinum svo það var tekin sú ákvörðun að fara bara í 7/11 og kaupa drykkjarföng og sækja pizzu á bakaleiðinni. Svo spiluðum við, öll nema pabbi því hann er ekki mikill spilakarl. Við spiluðum Ólsen, Pesten og Bullshit. Mamma snilli lét okkur gráta úr hlátri, hélt ég myndi kafna á tímabili og á öðru tímabili var ég næstum farin að gráta í alvörunni, veit ekki alveg af hverju en ég bara gat ekki hætt að hlægja og þá fór ég að hugsa hvað það getur verið stutt milli hláturs og gráturs og þá allt í einu vissi ég ekki alveg hvort ég ætti að vera að gera, hmmm...hormones!!! Ég sleppti því samt snarlega að gráta því það hefði bara hreinlega ekki verið kúl og hélt mig við það að hlægja.
Á mánudeginum fórum við svo í bæinn. Röltum um Strikið og fórum upp á Nörreport til að reyna að finna pensla fyrir vatnslitamálningarnámskeiðið hennar mömmu. Það skilaði ekki árangri. Kvöddum svo fólkið um kl. 16 og fórum og hittum Gumma Snorra æskuvin Bigga. Við ákváðum að fara á Ripley's Belive it or Not safnið, en við vorum mikið að pæla í að fara þangað um páskana en létum ekki verða af því. Gummi Snorri hafði einmitt oft verið í sömu pælingum svo við bara skelltum okkur. Þetta olli því að mér varð mikið illt í fótunum og í bakinu líka, úff. Röltum svo upp á Strikið og setumst niður og fengum okkur vökva til að svala þorstanum. Fórum svo á pizzastað nálægt lestarstöðinni, ekki besta pizza sem ég hef fengið en lét mig hafa það. Þegar við sóttum svo töskurnar voru fullt af Íslendingu að brasa við að koma öllu draslinu sem þau höfðu keypt í bænum í töskurnar. Við keyptum okkur reyndar líka aðeins á Strikinu en höfðum sem betur fer meira en nóg af lausu plássi. Í lestinni á leiðinni á Kastrup voru mikil læti í íslenskum kerlingum á leiðinni heim líka...dísús lætin maður. Við reyndum að vera á undan þeim í check-in en það tókst ekki því við þurftum að ná miðunum okkar úr hólfi framan á annarri ferðatöskunni. Kerlingarnar lentu að sjálfsögðu í vandræðum því þrjár af þeim voru að tékka sig inn saman og þær voru samtals með rúmum 30 kg. meira en leyfilegt var og voru svo bara hissa og pirraðar yfir að konan ætlaði að rukka þær fyrir yfirviktina, 100 Dkk fyrir hvert kíló. Við sáum þær svo uppi þar sem þær voru að tala við fólk og þeim tókst að komast hjá því að borga með einhverri lagni. Erum að tala um að þær voru búnar að opna allar töskurnar til að "hagræða" til að létta þær. Bara fyndið. Flugið var svo óþæginlegt í alla staði, of heitt, illt í fótum og gat ekki sofið. Svo nú er ég þreytt en tókst samt að skrifa lengstu bloggfærslu sem ég hef nokkurn tíma skrifa...og mun nokkurn tíma skrifa.
Ég ætla ekki að skrifa lengur því þetta er orðið óeðlilega langt. Til hamingju þú þessi eina hræða sem nenntir að lesa þetta allt. Því miður eru engin verðlaun í boði, nema kannski Freyju möndlur ef þú nennir að kíkja í heimsókn í Kópavoginn ;)
þriðjudagur, október 03, 2006
Hálfvitaskapur!!
Þeir sem lásu Blaðið í morgun vita væntanlega um hvað ég er að tala. Forsíðan var sko nóg til að ég fengi grænar bólur yfir morgunmatnum!!! Þar er grein um ungan strák, tvítugan, sem finnst ekkert skemmtilegra en að keyra hratt. Hann er búinn að missa bílprófið núna í 3 mánuði eftir að hann keyrði á 100 km hraða innanbæjar. Hálfviti!!!! Hann hefur orðið valdur af a.m.k. þremur umferðaóhöppum. Hálfviti!!! Hann langar í kraftmeiri bíl en segist aldrei setja farþega sína í hættu heldur keyri hratt þegar hann er einn í bíl. Hehemm...hvað með alla aðra í umferðinni fíflið þitt!!! Hann gerir sér grein fyrir að hann geti dáið en vilji ekki deyja vegna hraðans. Svona menn á bara að taka úr umferðinni!!! Eftir þessa grein ætti lögreglan að gefa út skipun um að um leið og hann fær bílpróf eigi óeinkennisklæddir lögreglumenn að elta hann hvert fótmál, taka hann á skrilljón kílómetra hraða og svipta hann fyrir lífstíð!!! Það er allt of mikið af svona fávitum í umferðinni sem bera ekki neina virðingu fyrir sínu eigin lífi og hvað þá annarra. Ég hef mjög sterkar skoðanir á þessu og finnst ekki nógu hart tekið á hraðakstri. Ég held mig yfirleitt innan löglegra marka og t.d. í gær var ég að keyra með Ingu vinkonu, hún var að keyra, í hádeginu Kringlumýrabrautina og hún var komin á dágóðan hraða og fólk var samt að keyra fram úr okkur á skrilljón!! Ég held mig nú yfirleitt bara á hægustu akreininni og keyri á þeim hraða sem á að gera og ég sé milljón manns alltaf keyra fram úr mér og svo lendi ég kannski við hliðina á því á næstu ljósum. Hvað er pointið með að keyra svona hratt, þú kemst ekkert fyrr á áfanga stað!!! Ég er oft hrædd um líf mitt og ófædds barns míns í umferðinni. Af hverju er ekki bara hægt að svipta fólk for life ef það sýnir vítavert gáleysi í umferðinni með hraðakstri og montar sig svo af því í blöðunum hversu æðislegt adrenalín kikk það fær út úr því!!!!
Mér er spurn!!
Mér er spurn!!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)