þriðjudagur, október 10, 2006

Kaupmannahöfn

Nú er ég farin og komin frá Kaupmannahöfn. Þetta var styðsta ferð sem ég hef farið út fyrir landsins steina, en ein af þeim betri þrátt fyrir það. Það var bara yndislegt að geta verið í afslöppun og þó miklu labbi með allri fjölskyldunni. Unnur knúsaði bumbubúann vel og varð óvart sú fyrsta sem fann hreyfingarnar, fyrir utan mig. Ég er nú búin að vera með smá samviskubit yfir því að hún hafi fundið hreyfingarnar á undan Bigga, en ég get ekkert að því gert. Sorrý elsku Biggi minn. Þú ert greinilega bara með þykkari húð eða eitthvað svoleiðis í lófunum :(

Það var margt brasaði í Kóngsins Köben. Við vorum mætt seint á föstudagskvöldi og tókum lestina til Valby. Ákváðum að taka leigubíl frá lestastöðinni þar sem við rötuðum ekki í íbúðina. Leigubílstjórarnir vissu nú ekki heldur hvar hún væri þrátt fyrir að vera gefin upp heimilisfangið. Endaði með að við Biggi sögðum við bílstjórann: "just follow that car". Hann skildi það með herkjum innflytjandinn. Eftir mjög svo stutta bílferð komum við í íbúðina og settumst í sófana, mamma og pabbi bönkuðu þá uppá hjá nágrannakonu Ástu frænku því hún átti að vera með lykilinn að herberginu í kjallaranum sem við fengum aðgang að. Hún var svo ekkert heima og þá voru nú góð ráð dýr því við vorum ekki með símann hjá henni og svolítið erfitt að hringja til Kína þegar maður veit ekki alveg hvað klukkan væri hjá Ástu frænku. Pabbi hringdi þá í Sillu frænku til að fá símann hjá Tinnu frænku ef ske kynni að hún vissi símann hjá Elínu, nágrannakonunni. Tinna var ekki með símann en ætlaði að athuga hvort önnur vinkona Ástu væri með símann hjá henni. Sú téða vinkona ansaði ekki í símann svo Tinnu datt svo snilldarlega í hug að pabbi myndi athuga í póstkassann hennar Ástu og viti menn, þar var lykillinn ásamt miða með orðsendingu. Jeij fyrir Tinnu :) Svo komu Unnur og Danni ásamt vinum sínum Emblu og Eiríki sem fylgdu þeim til okkar.

Á laugardeginum var ræs mjög snemma, eða um kl. 8. Ferðinni var nefnilega heitið í Field's. Við kjarnafjölskyldan vorum svo ekki mætt þangað fyrr en um kl. 11, strákarnir fóru í smá útréttingar. Ég skemmti mér nú ekki vel í þessu molli og leið bara frekar illa þar. Var þreytt og illt í fótunum mínum. Svo var mikill hávaði því það var einhver tískusýning, og allt of heitt!! En ég náði samt að versla mér aðeins í H&M, reyndar ekkert í bíðufatadeildinni (ventetoj=óléttuföt). Svo kíktum við Biggi aðeins í Next, engin bíðuföt þar, en við keyptum pínkulítið á krílið. Samfellur og lítið sett, buxur og peysa...krúttlegast!!! Við héldum svo öll heim á leið þreytt og sumir með poka í farteskinu. Slökuðum svo á þar til við þurftum að hafa okkur til og koma okkur yfir til Svíþjóðar. Þurftum svo að standa alla leiðina til Malmö, um 30 mínútur því lestin var sneisafull af Svíum á heimleið. Fundum svo mjög fljótt veitingastaðinn sem betur fer því það var farið að rigna á okkur. Verð bara að segja það að þetta var besta máltíð sem ég hef á ævi minni borðað, fékk mér piparsteik sem var bara þvílíkt góð og Créme Brulé í eftir mat...ammi nammi namm!!!! Yndislegt alveg hreint.

Við ákváðum að fara á sunnudeginum í dýragarðinn, löbbuðum því hann var bara rétt fyrir ofan íbúðina. Sáum öll fínu dýrin og birnirnir og ísbjörnin voru skemmtilegastir, ísbjörninn sýndi þvílíka takta, hef bara aldrei séð dýragarðsdýr á eins miklu iði. Tók fullt af myndum af dýrunum. Danni þurfti svo að halda heim á leið til Kolding, en Unnur tók þá góðu ákvörðun að vera einum degi lengur og sagði bara skóli smóli!!! Hehehe. Allir voru þreyttir eftir allt röltið í dýragarðinum svo það var tekin sú ákvörðun að fara bara í 7/11 og kaupa drykkjarföng og sækja pizzu á bakaleiðinni. Svo spiluðum við, öll nema pabbi því hann er ekki mikill spilakarl. Við spiluðum Ólsen, Pesten og Bullshit. Mamma snilli lét okkur gráta úr hlátri, hélt ég myndi kafna á tímabili og á öðru tímabili var ég næstum farin að gráta í alvörunni, veit ekki alveg af hverju en ég bara gat ekki hætt að hlægja og þá fór ég að hugsa hvað það getur verið stutt milli hláturs og gráturs og þá allt í einu vissi ég ekki alveg hvort ég ætti að vera að gera, hmmm...hormones!!! Ég sleppti því samt snarlega að gráta því það hefði bara hreinlega ekki verið kúl og hélt mig við það að hlægja.

Á mánudeginum fórum við svo í bæinn. Röltum um Strikið og fórum upp á Nörreport til að reyna að finna pensla fyrir vatnslitamálningarnámskeiðið hennar mömmu. Það skilaði ekki árangri. Kvöddum svo fólkið um kl. 16 og fórum og hittum Gumma Snorra æskuvin Bigga. Við ákváðum að fara á Ripley's Belive it or Not safnið, en við vorum mikið að pæla í að fara þangað um páskana en létum ekki verða af því. Gummi Snorri hafði einmitt oft verið í sömu pælingum svo við bara skelltum okkur. Þetta olli því að mér varð mikið illt í fótunum og í bakinu líka, úff. Röltum svo upp á Strikið og setumst niður og fengum okkur vökva til að svala þorstanum. Fórum svo á pizzastað nálægt lestarstöðinni, ekki besta pizza sem ég hef fengið en lét mig hafa það. Þegar við sóttum svo töskurnar voru fullt af Íslendingu að brasa við að koma öllu draslinu sem þau höfðu keypt í bænum í töskurnar. Við keyptum okkur reyndar líka aðeins á Strikinu en höfðum sem betur fer meira en nóg af lausu plássi. Í lestinni á leiðinni á Kastrup voru mikil læti í íslenskum kerlingum á leiðinni heim líka...dísús lætin maður. Við reyndum að vera á undan þeim í check-in en það tókst ekki því við þurftum að ná miðunum okkar úr hólfi framan á annarri ferðatöskunni. Kerlingarnar lentu að sjálfsögðu í vandræðum því þrjár af þeim voru að tékka sig inn saman og þær voru samtals með rúmum 30 kg. meira en leyfilegt var og voru svo bara hissa og pirraðar yfir að konan ætlaði að rukka þær fyrir yfirviktina, 100 Dkk fyrir hvert kíló. Við sáum þær svo uppi þar sem þær voru að tala við fólk og þeim tókst að komast hjá því að borga með einhverri lagni. Erum að tala um að þær voru búnar að opna allar töskurnar til að "hagræða" til að létta þær. Bara fyndið. Flugið var svo óþæginlegt í alla staði, of heitt, illt í fótum og gat ekki sofið. Svo nú er ég þreytt en tókst samt að skrifa lengstu bloggfærslu sem ég hef nokkurn tíma skrifa...og mun nokkurn tíma skrifa.

Ég ætla ekki að skrifa lengur því þetta er orðið óeðlilega langt. Til hamingju þú þessi eina hræða sem nenntir að lesa þetta allt. Því miður eru engin verðlaun í boði, nema kannski Freyju möndlur ef þú nennir að kíkja í heimsókn í Kópavoginn ;)

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim frá Köbem!!! Þetta hefur verið flott ferð hjá ykkur . Fékk tár í augun þegar ég las um bunmubúann og hreyfingarnar hans (hennar?) Þetta er svo gaman og spennandi og þreytandi stundum ;-)

Nafnlaus sagði...

Ég las allt og ég heimta að fá sendar Freyju möndlur í pósti...

Það hefur greinlega verið frábær ferð, þrátt fyrir fóta-, bak- og hormónaverki!!

Alltaf gaman að skreppa til útlanda og svo næst er það hungary......ok.......

knúúúúús
- Kristrún

Nafnlaus sagði...

Helló helló

Helduru að maður hafi ekki asnast til að lesa alla þessa færslu ;o) hehe neinei rosa gaman að fá að heyra ferðasöguna.

Alltaf gaman að fara til útlanda, en stundum kemur maður bara rosa þreyttur heim ef ferðin er of stutt :o)
Kv. Hjördís

Nafnlaus sagði...

skemmtileg ferðasaga og rosa dugleg að blogga stelpa!

Nafnlaus sagði...

Kondu með möndlurnar kona! Það er ekkert skrítið að ég hafi verið fyrst til að finna hreyfingar hjá barninu. Ég er náttúrulega strax orðin uppáhalds frænka....og bumbuhvíslari.

Jórunn S. Gröndal sagði...

Hehehe...já Unnur bumbuhvíslari þú ert ofurkona!!

Biggi fékk að finna spörkin í gær, ekkert smá gaman, krílið var á billjón í bumbunni og gaf honum nokkur vel valin spörk í lófann. Loksins fékk hann að finna þetta. En furðulegasta við þetta er að það virðist eins og það róist við það að hann leggi sínar hendur á bumbuna en ekki þegar ég legg mínar...hmmm...hann gefur greinilega frá sér svona róandi strauma þessi elska :D

Ég legg þetta með möndlurnar undir nefnd elsku Strúna mín og Unnur :)

Nafnlaus sagði...

Gaman að lesa ferðasöguna, alltaf gaman að vera í útlöndum og sérstaklega kósý að vera í köben;)
Hafðu það gott.

Kveðja Solveig húsógella

Nafnlaus sagði...

Úff, ég verð nú að viðurkenna að þetta er óeðlilega langt blogg!! tek nokkra daga í að lesa það;)
Væri neflinlega alveg til í möndlur....

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ.
Á inni hjá þér möndlur næst þegar saumó verður hjá þér:)