þriðjudagur, október 03, 2006

Hálfvitaskapur!!

Þeir sem lásu Blaðið í morgun vita væntanlega um hvað ég er að tala. Forsíðan var sko nóg til að ég fengi grænar bólur yfir morgunmatnum!!! Þar er grein um ungan strák, tvítugan, sem finnst ekkert skemmtilegra en að keyra hratt. Hann er búinn að missa bílprófið núna í 3 mánuði eftir að hann keyrði á 100 km hraða innanbæjar. Hálfviti!!!! Hann hefur orðið valdur af a.m.k. þremur umferðaóhöppum. Hálfviti!!! Hann langar í kraftmeiri bíl en segist aldrei setja farþega sína í hættu heldur keyri hratt þegar hann er einn í bíl. Hehemm...hvað með alla aðra í umferðinni fíflið þitt!!! Hann gerir sér grein fyrir að hann geti dáið en vilji ekki deyja vegna hraðans. Svona menn á bara að taka úr umferðinni!!! Eftir þessa grein ætti lögreglan að gefa út skipun um að um leið og hann fær bílpróf eigi óeinkennisklæddir lögreglumenn að elta hann hvert fótmál, taka hann á skrilljón kílómetra hraða og svipta hann fyrir lífstíð!!! Það er allt of mikið af svona fávitum í umferðinni sem bera ekki neina virðingu fyrir sínu eigin lífi og hvað þá annarra. Ég hef mjög sterkar skoðanir á þessu og finnst ekki nógu hart tekið á hraðakstri. Ég held mig yfirleitt innan löglegra marka og t.d. í gær var ég að keyra með Ingu vinkonu, hún var að keyra, í hádeginu Kringlumýrabrautina og hún var komin á dágóðan hraða og fólk var samt að keyra fram úr okkur á skrilljón!! Ég held mig nú yfirleitt bara á hægustu akreininni og keyri á þeim hraða sem á að gera og ég sé milljón manns alltaf keyra fram úr mér og svo lendi ég kannski við hliðina á því á næstu ljósum. Hvað er pointið með að keyra svona hratt, þú kemst ekkert fyrr á áfanga stað!!! Ég er oft hrædd um líf mitt og ófædds barns míns í umferðinni. Af hverju er ekki bara hægt að svipta fólk for life ef það sýnir vítavert gáleysi í umferðinni með hraðakstri og montar sig svo af því í blöðunum hversu æðislegt adrenalín kikk það fær út úr því!!!!

Mér er spurn!!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eins og talað út úr mínu hjarta :-) Veit að ég er ekki landsins besti bílstjóri...en virði hraðamörk :-Þ
Það á bara ekki að leyfa svona BJÁNA að aka bíl yfirleitt, am.k. ekki næstu 40 ár!!!
Bið að heilsa bumbukrílinu sem brátt leggur í sína fyrstu utanlandferð :-)

Nafnlaus sagði...

góður jórunn!!!! er svo algjörlega sammála og nákvæmlega hugsaði ég það sama- hvað með alla hina í umferðina þó svo að hann sé svo tillitsamur að keyra bara glannalega þegar hann er einn!!! það er enginn hræddur um sjálfan sig í umferðinni, það treysta allir sjálfum sér til að keyra...það eru allir hinir sem eru hættulegir..og það er útaf svona gaurum..
ohhh!!! þessi gaur fór bara alveg með það...

Nafnlaus sagði...

Fólk er fífl!

Nafnlaus sagði...

Ég keyrði nú ekkert svo hratt en mér var hætt að lítast á blikuna þegar ALLIR keyrðu fram hjá mér!!

Varðandi þennan strák sem greinin í blaðinu er um þá finnst mér þetta bara sýna að strákum er ekki treystandi í umferðinni og þeir eigi ekki að fá bílpróf fyrr en þeir eru orðnir 19 eða 20 ára!! Við erum miklu ábyrgari, allavega hef ég ekki lent í umferðaróhappi hingað til :)

Kv. Inga María

Jórunn S. Gröndal sagði...

Nei þú varst sko ekkert að keyra svo hratt, bara aðeins yfir mörkum...sem maður þarf stundum að gera til að fylgja umferðinni. En það var nú bara fáránlegt að allir tóku fram úr okkur á svona 50 km meiri hraða en við!!!

Nafnlaus sagði...

Vá hvað ég er sammála þér. Ég las einmitt þessa grein, og þessi stráukur er eitthvað meira en lítið bilaður!!!! Ekki vildi ég að minnsta kosti mæta honum í umferðinni.

Kveðja Solveig húsógella;)