þriðjudagur, júní 06, 2006

Ammi Biggilli

Já rétt er það, ég átti afmæli í gær. Takk fyrir kveðjurnar :) Ég fékk afmælissöng bæði frá Debrecen í Ungverjalandi og New York í Bandaríkjunum. Takk stelpur mínar. Venjulega hef ég alltaf fengið pakka um leið og ég vakna á afmælisdaginn minn...en gærdagurinn var öðruvísi...ég fékk engan pakka til að opna með stírurnar í augunum. En ég var búin að fá pakka frá Unni systir og fékk leyfi til að opna hann...því ég gat nú ekki beðið í næstum viku með það!!! Biggi bakaði handa mér súkkulaðiköku í gær og ég mátti velja hvar við borðuðum, Búllan varð fyrir valinu. Svo mátti ég líka velja mynd til að horfa á og ég valdi Flightplan, ágætis vella, sá eiginlega strax í gegnum plottið en allt í lagi með það.

Hrönn og Haukur kíktu til okkar í gær og þau komu með gjöfina frá þeim og Strúnu brúnu. Ég fékk gjafakort í Kringluna...ekki amalegt það. Mamma og pabbi ætla að koma í kaffi í kvöld og ég fæ víst flatan pakka frá þeim...hmmmm...flatskjár?? Hehe...ekki líklegt

Við Biggi ætlum kannski að reyna að kíkja eitthvað í búðir og finna eitthvað til mín frá honum :D

Annars var þetta mjög góð og löng helgi...alltaf gott að fá einn aukadag, algjör lúxus. Við fórum á laugardaginn upp í Borgarfjörð til að hjálpa mömmu og pabba eitthvað með bústaðinn. Það var bara þvílík samkoma og ekki neitt unnið á laugardeginum, en það var grillað dýrindis kjet og kartöflur. Auk okkar voru þarna, Bensi og Drífa, Óli og Maggý og Bjarni og Jóhanna, s.s. tveir bræður pabba og konur og bróðir mömmu og kona :) Við Biggi og Guðrún gistum svo í bústaðnum sem mor og far eru með á okurleigu og uppskar ég 8 bit á 2 cm radíus...helv!!! Við gerðum svo eins og við gátum á sunnudeginum upp í bústað, sópa, ryksuga, moka, bera og þurrka.

Ég, Biggi og Guðrún keyrðum svo heim á sunnudeginum og að sjálfsögðu varð umferðaslys í göngunum svo við þurftum að keyra Hvalfjörðinn og vorum þar af leiðandi ekki búin að sturta okkur þegar strákarnir komu í grill niðrí Haðaland, en það var allt í gúddí og enginn kvartaði undan vondri lykt af okkur ;)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÆÆÆÆÆÆÆ elsku elsku besta Jórunn mín, til hamingju með afmælið í gær :-Þ
Aulinn ég að gleyma afmælisdeginum þínum :-( OHHHHHH
P.s. Takk fyrir síðast

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið í gær;)Vonandi hafðir þú það súpergott á afmælisdaginn:)
Kveðja Solveig húsógella og bumbukrílið

Nafnlaus sagði...

Víhíhí ekki amalegt að eiga svona skemmtilega helgi - eiginlega bara smá svona afmælishelgi :o)

Gott að þú áttir góðan dag mín kæra, ég saknaði þín sko fullt!! Nú hef ég ekki hitt þig 2 ár í röð á afmælisdaginn þinn, því í fyrra varstu í usa....jiiihhh...eins gott ég fái að knúsa þig næst - þá er það the big 25... ;)

Sakna þín fuuuuullt.......

Knús og kossar,
Strúna Brúna :*